Halldór Kiljan Laxness , Bráðum kemur betri tíð.
Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga,
sæta langa sumardaga.

Carex pilulifera
Ættkvísl   Carex
     
Nafn   pilulifera
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl. : 976 (1753)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Dúnhulstrastör
     
Ætt   Cyperaceae (Stararætt)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær grasleitur einkímblöðungur
     
Kjörlendi   Vex í graslendi, bollum og gilbrekkum. Víða í sumum landshlutum en ekki sunnanlands eða á miðhálendinu.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími   Júlí
     
Hæð   0.10 - 0.35 m
     
 
Dúnhulstrastör
Vaxtarlag   Lausþýfð, stráin yfirleitt grönn (1 mm) og læpuleg, leggjast með aldrinum, dálítið snörp og þrístrend ofantil, 15-35 sm á hæð.
     
Lýsing   Blöðin ljósgræn, mjó og stinn, með gráum slíðrum, flöt eða kjöluð, með niðurorpnum röndum, 1,5-3,5 mm á breidd. Eitt karlax og tvö eða þrjú stutt og nærri hnöttótt kvenöx, sem sitja þétt saman í kolli á stráendum. Stoðblað neðsta axins áberandi, stutt og grænt, 5-15 mm á lengd. Axhlífarnar ljósmóleitar og broddyddar með grænleitri, upphleyptri miðtaug sem gengur fram úr blaðinu og myndar brodd. Hulstrið dúnhært, bústið, með stuttri, tvíyddri trjónu, um 2,5 mm á lengd. Frænin þrjú. Blómgast í júlí. LÍK/LÍKAR: Engar.
     
Jarðvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr, http://www.wsl.ch/staff/ueli.graf/cx/Artbeschreibungen/cx_pifera-de.ehtml; FlIsl, W. Keble Martin 1978: The Concise British Flora in Colour Flora of Europe V.
     
Reynsla   Carex caryophyllea is a very rare sedge, resembling Pill Sedge in having hairy utricles. The culms are much stiffer, spikes longer, and scales green around the midrib. Found only in the southern slope of Reykjanes Peninsula.
     
     
Útbreiðsla   Víða í nokkrum útsveitum: Reykjanesskaga, Snæfellsnesi, hluta Vestfjarða, Miðnorðurlandi og nyrðri hluta Austfjarða, vantar eða er mjög sjaldséð annars staðar. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa.
     
Dúnhulstrastör
Dúnhulstrastör
Dúnhulstrastör
Dúnhulstrastör
Dúnhulstrastör
Dúnhulstrastör
Dúnhulstrastör
Dúnhulstrastör
Dúnhulstrastör
Dúnhulstrastör
Dúnhulstrastör
Dúnhulstrastör
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is