Í morgunsáriđ - Ragna Sigurđardóttir
Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
Carex rupestris
Ćttkvísl   Carex
     
Nafn   rupestris
     
Höfundur   Allioni, Fl. Pedem. 2: 264. 1785.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Móastör
     
Ćtt   Cyperaceae (Stararćtt)
     
Samheiti   Carex drummondiana Dewey
     
Lífsform   Fjölćr grasleitur einkímblöđungur
     
Kjörlendi   Vex í ţurrum móabörđum og ţúfnakollum.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími   Maí-júní
     
Hćđ   0.06 - 0.18 m.
     
 
Móastör
Vaxtarlag   Stráin stinn, upprétt eđa uppsveigđ, hvassţrístrend, snörp, blöđótt neđst, 6-18 sm á hćđ.
     
Lýsing   Blöđin í ţéttum toppum, oft brúnleit og bogin í allar áttir, snarprend, flöt en grópuđ neđan til og ţrístrend í oddinn, 1-2 mm á breidd. Oftast er mikiđ eftir af visnuđum blađleifum fyrri ára. Eitt stutt (8-15 mm), endastćtt ax. Axiđ mjótt, aflangt, nćrri striklaga međ karlblómum efst og fimm til tíu kvenblómum neđantil. Axhlífar dökkbrúnar, himnukenndar, breiđegglaga eđa nćr kringlóttar. Hulstrin upprétt, öfugegglaga, gljáandi, sljóţrístrend, bein, taugaber međ örstuttri trjónu. Frćnin ţrjú. Blómgast í maí-júní. 2n = 52. LÍK/LÍKAR: Dvergstör. Móastörin er mun grófari og međ áberandi bogsveigđum blöđum og einu axi, en dvergstörin er međ mörg öx saman.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=242357439
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Algeng í innsveitum norđanlands og austan, annars sjaldgćf eđa ófundin. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Grćnland, N Ameríka, Evrópa, Asía.
     
Móastör
Móastör
Móastör
Móastör
Móastör
Móastör
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is