Jónas Hallgrímsson - Úr ljóđinu Dalvísa
Fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
flóatetur! fífusund!
fífilbrekka! smáragrund!
yður hjá ég alla stund
uni best í sæld og þrautum;
fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
Harrimanella hypnoides
Ćttkvísl   Harrimanella
     
Nafn   hypnoides
     
Höfundur   (L.) Coville, Proc. Wash. Acad. Sci. 3 : 575 (1901)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Mosalyng
     
Ćtt   Ericaceae (Lyngćtt)
     
Samheiti   Cassiope hypnoides (L.) D. Don
     
Lífsform   Dvergrunni
     
Kjörlendi   Vex til heiđa og fjalla í snjódćldum, snöggum bölum og rökum brekkum og mólendi, oft í ţéttum breiđum. Finnst síđur á láglendi.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími   Maí-júní
     
Hćđ   0.02-0.10 n
     
 
Mosalyng
Vaxtarlag   Örsmár, jarđlćgur, marggreindur, sígrćnn smárunni, sem líkist mosa viđ fyrstu sýn. Sprotar uppsveigđir, 2-10 sm á lengd. Blađsprotar ţéttblöđóttir.
     
Lýsing   Blöđin eru smá, barrlík og sígrćn, heilrend og odddregin, 2-3 mm á lengd. Blađrendur niđurorpnar eins og algengt er međal tegunda af lyngćttinni. Blómin drúpandi, bjöllulaga, 5-7 mm í ţvermál, endastćđ á löngum, fínhćrđum, dumbrauđum blómleggjum sem eru 6-12 mm á lengd. Krónan hvít eđa gulhvít, samblađa, djúpklofin, krónufliparnir snubbóttir. Bikarblöđin u.ţ.b. helmingi styttri en krónublöđin, dökkrauđ og oddmjó. Frćflar 10 međ tveim löngum, ţráđmjóum hornum út úr frjóhirslunum. Ein fimmblađa frćva sem myndar hýđisaldin viđ ţroskun. Aldiniđ opnast međ fimm langrifum. Hýđisleggir uppréttir. Blómgast í maí-júní. LÍK/LÍKAR: Engar. Auđţekkt á sínum smáu, drúpandi bjöllulaga blómum međ rauđum bikarblöđum.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Algengt um land allt upp til fjalla og heiđa. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Evrópa (Norgegur, Svíţjóđ, Finnland t.d.), smávegis í N Ameríku
     
Mosalyng
Mosalyng
Mosalyng
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is