Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Dactylorhiza maculata
Ćttkvísl   Dactylorhiza
     
Nafn   maculata
     
Höfundur   (L.) Soó, Nom. Nova Gen. Dactylorhiza, 7. 1962.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Brönugrös
     
Ćtt   Orchidaceae (Brönugrasaćtt)
     
Samheiti   Basionym: Orchis maculata L. Synonym(s): Dactylorchis maculata (L.) Verm.
     
Lífsform   Fjölćr
     
Kjörlendi   Vex í graslendi, lyngbrekkum og kjarrlendi. Víđa í sumum landshlutum t.d. norđanlands, annars stađar sjaldséđ.
     
Blómlitur   Purpurarauđur
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hćđ  
     
 
Brönugrös
Vaxtarlag   Stönglar blöđóttir, 4-10 blöđ á hverjum stöngli, efstu blöđin minni 15-25 sm.
     
Lýsing   Blöđin gráleit á neđra borđi en grćn á ţví efra međ dökkum blettum. Blöđ viđ grunn lensulaga, stór, 6-10 sm á lengd og 1-2 sm á breidd, greipfćtt, hárlaus, allbreiđ og breiđust framan til, snubbótt. Blöđin smćkka eftir ţví sem ofar dregur á stöngul og verđa háblađkennd, mjó, lensulaga-striklaga, og ydd. Blómskipun klasi. Blómin purpurarauđ óregluleg. Fimm af blómhlífarblöđunum vísa upp en stćrsta krónublađiđ vísar niđur og myndar neđri vör. Neđri vör međ dökkrauđum dröfnum og rákum, ţríflipuđ ađ framan, međ tveim ávölum, breiđum hliđarsepum, og einum mjóum miđsepa. Frćvan snúin og gárótt undir blómhlífinni, ţar sem blómin eru yfirsćtin. Sporinn sívalur, nokkru styttri en egglegiđ. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Engar.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Allvíđa um landiđ, einkum í útsveitum, en vantar sums stađar alveg. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Norđurhvel (N Ameríka, Evrópa, Asía), Kyrrahafseyjar, Ástralía, Nýja Sjáland og víđar.
     
Brönugrös
Brönugrös
Brönugrös
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is