Jón Helgason - Úr ljóðinu Áfangar Séð hef ég skrautleg suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði;
áburð og ljós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.
|
Ættkvísl |
|
Dactylis |
|
|
|
Nafn |
|
glomerata |
|
|
|
Höfundur |
|
L. - Sp. Pl., 71. 1753. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Axhnoðapuntur |
|
|
|
Ætt |
|
Poaceae (Grasaætt) |
|
|
|
Samheiti |
|
Dactylis glaucescens Willd.; Festuca glomerata (L.) All.; Phalaris glomerata (L.) Gueldenst.; |
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær grastegund |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Vex í sáðsléttum og túnum, slæðingur í grasbrekkum og meðfram vegum. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Axagnir fjólublágráleitar |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Ágúst |
|
|
|
Hæð |
|
0.50 - 1.20 m |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Fjölært, hávaxið og grófgert gras í þéttum þúfum, 50-120 sm á hæð. Stráin upprétt eða útsveigð. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blöðin grágræn, hárlaus, breið, 4-7 mm, með flötum slíðrum og um 3 mm langri slíðurhimnu.
Punturinn með fáum, grófum, stinnum greinum og þéttum smáaxaþyrpingum. Puntgreinar mjög snarpar. Smáöxin mörg saman í þéttum, stórum hnoðum sem standa utarlega á puntgreinunum, mjó, um 6 mm á lengd, 3-4-blóma, á stinnhærðum leggjum, mismikið hærð. Agnirnar fjólubláleitar eða gráar, þrítauga, broddyddar meö stuttum en stinnum hárum á kilinum. Neðri blómögnin fjólubláleit eða gráleit og endar í oddhvassri týtu, 5-tauga með skörpum kanti um miðtaugina. Frjóhirslur ljósbrúnar eða fjólubláleitar, 3-4 mm á lengd. Blómgast í ágúst.
LÍK/LÍKAR: Engar. Auðþekktur á stórum, þéttvöxnum blómhnoðum. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Kýs léttan, frjóan og vel framræstan jarðveg, sól eða hálfskugga. |
|
|
|
Heimildir |
|
1,2,3,9, HKr, Clayton, W.D., Harman, K.T. and Williamson, H. (2006 onwards). GrassBase - The Online World Grass Flora. http://www.kew.org/data/grasses-db.html. [accessed 02 Feb. 2007]; http://www.pfaf.org/database/plants.php?Dactylis+glomerata |
|
|
|
Reynsla |
|
|
|
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
Allvíða á láglendi um land allt. Innfluttur, sem sáðgresi í túnum, a.m.k. síðan 1920. Hefur sáð sér út og ílenst á mörgum stöðum.
Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Asía, Afríka, Ástralía, Nýja Sjáland. N og S Ameríka. |
|
|
|
|
|