Snorri Hjartarson - Lyng Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.
|
Ættkvísl |
|
Avenella |
|
|
|
Nafn |
|
flexuosa |
|
|
|
Höfundur |
|
(Linnaeus) Trinius, Mém. Acad. Imp. Sci. Saint-Pétersbourg, Sér. 6, Sci. Math., Seconde Pt. Sci. Nat. 4, 2(1): 9. 1836. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Bugðupuntur |
|
|
|
Ætt |
|
Poaceae (Grasaættin) |
|
|
|
Samheiti |
|
Aira flexuosa Linnaeus, Sp. Pl. 1: 65. 1753; A. kawakamii Hayata; Avenella flexuosa (Linnaeus) Drejer; Deschampsia kawakamii (Hayata) Honda; Lerchenfeldia flexuosa (Linnaeus) Schur. |
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær grastegund |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Vex í lyngmóum, kjarrlendi og bollum og í grýttum jarðvegi til fjalla. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Puntur grárauður |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júlí-ág. |
|
|
|
Hæð |
|
0.15 - 0.70 m |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Myndar fremur gisnar, lausar og mjúkar þúfur, 20-70 sm á hæð. |
|
|
|
Lýsing |
|
Stofnstæðu blöðin, löng, fagurgræn, þráðmjó, uppundnin, ógrópuð og fremur mjúk. Stöngulblöðin mun styttri með langri slíðurhimnu.
Punturinn gisinn, mjór eða nærri egglaga, 10-15 sm á lengd, fjólublár eða grárauður með skástæðum greinum, sem eru meira eða minna bugðóttar eða gormlaga. Smáöxin tvíblóma, ljósmógljáandi með rauðbrúnum blæ. Axagnirnar styttri en smáaxið, eintauga, himnukenndar, 5-6 mm á lengd. Neðri blómögnin með langri, knébeygðri týtu. Hvít hár við grunn blómagnarinnar. Blómgast í júlí. 2n = 28.
LÍK/LÍKAR: Auðþekkt á puntinum. Blöðin líkjast túnvingli, en eru fagurgrænni og ekki grópuð. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=200025165 |
|
|
|
Reynsla |
|
|
|
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
Algeng um land allt, bæði á láglendi og til fjalla.
Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, N Ameríka, S Ameríka, Taívan, Rússland, Afríka og víðar. |
|
|
|
|
|