Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Avenella flexuosa
Ættkvísl   Avenella
     
Nafn   flexuosa
     
Höfundur   (Linnaeus) Trinius, Mém. Acad. Imp. Sci. Saint-Pétersbourg, Sér. 6, Sci. Math., Seconde Pt. Sci. Nat. 4, 2(1): 9. 1836.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Bugðupuntur
     
Ætt   Poaceae (Grasaættin)
     
Samheiti   Aira flexuosa Linnaeus, Sp. Pl. 1: 65. 1753; A. kawakamii Hayata; Avenella flexuosa (Linnaeus) Drejer; Deschampsia kawakamii (Hayata) Honda; Lerchenfeldia flexuosa (Linnaeus) Schur.
     
Lífsform   Fjölær grastegund
     
Kjörlendi   Vex í lyngmóum, kjarrlendi og bollum og í grýttum jarðvegi til fjalla.
     
Blómlitur   Puntur grárauður
     
Blómgunartími   Júlí-ág.
     
Hæð   0.15 - 0.70 m
     
 
Bugðupuntur
Vaxtarlag   Myndar fremur gisnar, lausar og mjúkar þúfur, 20-70 sm á hæð.
     
Lýsing   Stofnstæðu blöðin, löng, fagurgræn, þráðmjó, uppundnin, ógrópuð og fremur mjúk. Stöngulblöðin mun styttri með langri slíðurhimnu. Punturinn gisinn, mjór eða nærri egglaga, 10-15 sm á lengd, fjólublár eða grárauður með skástæðum greinum, sem eru meira eða minna bugðóttar eða gormlaga. Smáöxin tvíblóma, ljósmógljáandi með rauðbrúnum blæ. Axagnirnar styttri en smáaxið, eintauga, himnukenndar, 5-6 mm á lengd. Neðri blómögnin með langri, knébeygðri týtu. Hvít hár við grunn blómagnarinnar. Blómgast í júlí. 2n = 28. LÍK/LÍKAR: Auðþekkt á puntinum. Blöðin líkjast túnvingli, en eru fagurgrænni og ekki grópuð.
     
Jarðvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=200025165
     
Reynsla  
     
     
Útbreiðsla   Algeng um land allt, bæði á láglendi og til fjalla. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, N Ameríka, S Ameríka, Taívan, Rússland, Afríka og víðar.
     
Bugðupuntur
Bugðupuntur
Bugðupuntur
Bugðupuntur
Bugðupuntur
Bugðupuntur
Bugðupuntur
Bugðupuntur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is