Jón Helgason - Úr ljóðinu Áfangar
Séð hef ég skrautleg suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði;
áburð og ljós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.
Dryopteris expansa
Ættkvísl   Dryopteris
     
Nafn   expansa
     
Höfundur   (C. Presl) Fraser-Jenk. & Jermy, Fern Gaz. vol. 11, 338. 1977.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Dílaburkni
     
Ætt   Dryopteridaceae (Skjaldburknaætt)
     
Samheiti   Dryopteris assimilis S. Walker; Dryopteris siranensis Nakai; Lastrea expansa (C. Presl) C. Presl; Dryopteris carthusiana subsp. assimilis (S. Walker) O. Bolòs et al.; Dryopteris spinulosa subsp. assimilis (S. Walker) Schidlay;
     
Lífsform   Fjölær burkni (gróplanta)
     
Kjörlendi   Vex í urðum, gjám, hraunsprungum, stórgrýtisurðum, grónum bollum og í kjarri. Fremur sjaldgæf, þó nokkuð algengur vestanlands en sjaldséðari í öðrum landshlutum.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími  
     
Hæð   0.30 - 0.80 m
     
 
Vaxtarlag   Þýfð, mörg blöð saman í hverri þúfu, upp af uppréttum eða uppsveigðum jarðstöngli. Blaðstilkurinn er þriðjungur eða meira af lengd blaðsins, oft þétt brúnflosugur neðan til, 30-80 sm á hæð.
     
Lýsing   Blöðin stór og ljósgræn, þrí- eða fjórhálffjöðruð og egglaga. Öll blaðkan gróbær. Hliðarsmáblöðin skakktígullaga eða nær þríhyrnd, mjókka út í oddinn en breiðust neðst (4-6 sm). Þau smáblöð annarrar gráðu, sem vísa niður eru áberandi stærri en þau sem vísa upp. Smáblöð þriðju gráðu djúpsepótt eða flipótt. Flipinn á innra bleðli neðsta aðalsmáblaðsins meira en helmingi styttri en smáblaðið sjálft. Gróblettir nær kringlóttir eða grunnt nýrlaga. Gróhulan nokkuð varanleg. Gróin dökkbrún og þéttsett óreglulegum, sljóum göddum. 2n = 82. LÍK/LÍKAR: Stóriburkni og fjöllaufungur. Dílaburkni þekkist auðveldlega frá þeim báðum á því að blaðkan er meira skipt (minnst þrífjöðruð) og með hlutfallslega lengri blaðstilk en auk þess má nefna að bleðlar hliðarsmáblaðanna eru misstórir á hvorri hlið.
     
Jarðvegur   Kýs fremur súran jarðveg, frjóan og rakan og vex best á skuggsæum stað.
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=200004420; http://www.pfaf.org/database/plants.php?Dryopteris+expansa
     
Reynsla  
     
     
Útbreiðsla   Allalgengur á Vestfjörðum, á nokkrum stöðum á Reykjanesskaga og Snæfellsnesi, sjaldgæfur á Norðurlandi. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Ameríka, Evrópa
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is