Í morgunsárið - Ragna Sigurðardóttir Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
|
Ættkvísl |
|
Chamerion |
|
|
|
Nafn |
|
angustifolium |
|
|
|
Höfundur |
|
(L.) Holub |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Sigurskúfur |
|
|
|
Ætt |
|
Onagraceae (Eyrarrósarætt) |
|
|
|
Samheiti |
|
Chamaenerion angustifolium (L.) Scop. Epilobium angustifolium L. (basionym) Epilobium angustifolium subsp. angustifolium Epilobium spicatum Lam. |
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Vex á sólríkum og þurrum stöðum, í klettum og gljúfrum og í grennd við bæi. |
|
|
|
Blómlitur |
|
dökkrauður - dökk rauðfjólublár |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júlí-ágúst |
|
|
|
Hæð |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Upp af gildum jarðstönglum vaxa uppréttir, blöðóttir stönglar, 20-75 sm á hæð. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blöðin gagnstæð, hárlaus, lensulaga, 4-12 sm á lengd og 1-2 sm á breidd, heilrend eða ógreinilega tennt.
Blómin rauð-dökkrauð, mörg saman í löngum klasa (5-15 sm), klasaleggirnir dúnhærðir eins og bikarblöðin. Krónublöðin, öfugegglaga, hvert blóm um 1,5-2 sm í þvermál. Bikarblöðin dökkrauð, lensulaga, dúnhærð. Fræflar 8. Frævan undir blómhlífinni, frekar löng og dúnhærð. Blómgast í júlí-ágúst.
Vex gjarnan í þéttum breiðum og skríður með neðanjarðarrenglum. Þar sem tegundin vex villt í klettum eða skóglendi blómgast hún seinna. Sigurskúfur er oft dvergvaxinn í mjög þurrum, mögrum brekkum móti suðri og myndar þá 10-20 sm langa blaðsprota en blómgast ekki, enda í eðli sínu nokkuð áburðarfrek jurt. Fremur sjaldgæfur á landsvísu.
LÍK/LÍKAR: Auðþekktur frá öðrum dúnurtum á vaxtarlaginu og löngum blómklösum með stórum fjórdeildum blómum.
Ath.: Gamla latneska heitið i (Epilobium angustifolium L.) er enn í fullu gild í mörgum heimildum. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
1,2,3,9, HKr, http://www.ars-grin.gov/cgi-bin/npgs/html/taxon.pl?452625 |
|
|
|
Reynsla |
|
|
|
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
Einkum um norðan- og austanvert landið, en einnig víða annars staðar.
Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Arktísk, N Ameríka, Grænland, Evrópa og í litlum mæli í A Asíu |
|
|
|
|
|