Í morgunsárið - Ragna Sigurðardóttir
Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
Chamerion angustifolium
Ættkvísl   Chamerion
     
Nafn   angustifolium
     
Höfundur   (L.) Holub
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Sigurskúfur
     
Ætt   Onagraceae (Eyrarrósarætt)
     
Samheiti   Chamaenerion angustifolium (L.) Scop. Epilobium angustifolium L. (basionym) Epilobium angustifolium subsp. angustifolium Epilobium spicatum Lam.
     
Lífsform   Fjölær jurt
     
Kjörlendi   Vex á sólríkum og þurrum stöðum, í klettum og gljúfrum og í grennd við bæi.
     
Blómlitur   dökkrauður - dökk rauðfjólublár
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst
     
Hæð  
     
 
Sigurskúfur
Vaxtarlag   Upp af gildum jarðstönglum vaxa uppréttir, blöðóttir stönglar, 20-75 sm á hæð.
     
Lýsing   Blöðin gagnstæð, hárlaus, lensulaga, 4-12 sm á lengd og 1-2 sm á breidd, heilrend eða ógreinilega tennt. Blómin rauð-dökkrauð, mörg saman í löngum klasa (5-15 sm), klasaleggirnir dúnhærðir eins og bikarblöðin. Krónublöðin, öfugegglaga, hvert blóm um 1,5-2 sm í þvermál. Bikarblöðin dökkrauð, lensulaga, dúnhærð. Fræflar 8. Frævan undir blómhlífinni, frekar löng og dúnhærð. Blómgast í júlí-ágúst. Vex gjarnan í þéttum breiðum og skríður með neðanjarðarrenglum. Þar sem tegundin vex villt í klettum eða skóglendi blómgast hún seinna. Sigurskúfur er oft dvergvaxinn í mjög þurrum, mögrum brekkum móti suðri og myndar þá 10-20 sm langa blaðsprota en blómgast ekki, enda í eðli sínu nokkuð áburðarfrek jurt. Fremur sjaldgæfur á landsvísu. LÍK/LÍKAR: Auðþekktur frá öðrum dúnurtum á vaxtarlaginu og löngum blómklösum með stórum fjórdeildum blómum. Ath.: Gamla latneska heitið i (Epilobium angustifolium L.) er enn í fullu gild í mörgum heimildum.
     
Jarðvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr, http://www.ars-grin.gov/cgi-bin/npgs/html/taxon.pl?452625
     
Reynsla  
     
     
Útbreiðsla   Einkum um norðan- og austanvert landið, en einnig víða annars staðar. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Arktísk, N Ameríka, Grænland, Evrópa og í litlum mæli í A Asíu
     
Sigurskúfur
Sigurskúfur
Sigurskúfur
Sigurskúfur
Sigurskúfur
Sigurskúfur
Sigurskúfur
Sigurskúfur
Sigurskúfur
Sigurskúfur
Sigurskúfur
Sigurskúfur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is