Málsháttur
Mjór er mikils vísir.
Epilobium lactiflorum
Ćttkvísl   Epilobium
     
Nafn   lactiflorum
     
Höfundur   Hausskn., Oesterr. Bot. Z. 29: 89 (1879)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Ljósadúnurt
     
Ćtt   Onagraceae (Eyrarrósarćtt)
     
Samheiti   Epilobium hornemannii var. lactiflorum (Hausskn.) D.Löve
     
Lífsform   Fjölćr jurt
     
Kjörlendi   Vex í rökum jarđvegi, í grónum urđum, móum og í skuggsćlum giljur, klettum og rökum bollum til fjalla.
     
Blómlitur   Hvítur međ bleikum blć
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hćđ   0.08-0.35 m
     
 
Ljósadúnurt
Vaxtarlag   Stönglar strendir, uppréttir eđa skástćđir, blöđóttir og oftast međ mjóum, hćrđum rákum. Dálítiđ breytileg hvađ hćđ varđar og getur veriđ frá 8-35 sm á hćđ og jafnvel hćrri viđ bestu ađstćđur.
     
Lýsing   Blöđin eru hárlaus, smátennt eđa heilrend, stuttstilkuđ og gagnstćđ upp fyrir miđjan stöngul, sporbaugótt eđa oddbaugótt, egglaga, snubbótt eđa ávöl í enda, 1,5-3 sm á lengd, 6-12 mm á breidd. Efstu blöđin heilrendari, öll minni og mjórri og ţá gjarnan langegglaga eđa lensulaga. Blómin eru fjórdeild, lítil, hvít međ bleikum blć. Krónan 3-5 mm á lengd. Bikarinn ljósleitur, lítiđ eitt styttri. Frćflar 8 og ein fjórblađa frćva, 3-5 sm á lengd. Frćniđ kylfulaga, óskipt. Aldiniđ klofnar í fjóra renninga viđ ţroskun. Hýđin hárlaus eđa ţví sem nćst. Frćin međ hvítum svifhárum. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Auđţekkt frá öđrum dúnurtum á hvítum blómum og ljósum og lítt rauđmenguđum stönglum og blöđum.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Nokkuđ algeng og vex á strjálingi hér og ţar um landiđ. Algengari norđanlands en sunnan og ófundin í regnskugganum norđan Vatnajökuls. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Temprađa Asía, N og A Evrópa, N Ameríka, Grćnland, Kanada
     
Ljósadúnurt
Ljósadúnurt
Ljósadúnurt
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is