Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Epilobium palustre
Ættkvísl   Epilobium
     
Nafn   palustre
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl. 348 (1753)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Mýradúnurt
     
Ætt   Onagraceae (Eyrarrósarætt)
     
Samheiti   Epilobium tundrarum Sam. Epilobium lineare Muhl. Epilobium oliganthum Michx. Epilobium pylaieanum Fern. Epilobium wyomingense A. Nels.
     
Lífsform   Fjölær jurt
     
Kjörlendi   Vex í mýrlendi innan um starir, í votlendi, skurðum og við læki og dý.
     
Blómlitur   Rauðfjólublár
     
Blómgunartími   Júlí-ág.
     
Hæð   0.12-0.30 m
     
 
Mýradúnurt
Vaxtarlag   Stönglar 12-30 sm, nokkuð jafnhærðir og sívalir.
     
Lýsing   Blöðin gagnstæð, heilrend eða gistennt, mjólensulaga, oft nær striklaga, 3-7 mm á breidd og 2-4 sm á lengd, a.m.k. þau efri lítið eitt hærð. Myndar grannar, jarðlægar renglur með hnöttóttum rauðum laukknöppum á endanum að hausti. Blómin eru rauðfjólublá, krónublöðin 7-9 mm á lengd. Bikarblöð nokkru styttri, rauð eða græn. Fræflar fjórir og ein fjórblaða fræva með einu óskiptu, kylfulaga fræni. Frævan 4-6 sm á lengd, loðin, klofnar í fjórar ræmur við þroskun. Fræ með hvítum svifhárum. Blómgast í júlí-ágúst. LÍK/LÍKAR: Auðþekkt frá öðrum dúnurtum á heilrendum, mjóum blöðum.
     
Jarðvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiðsla   Algeng um land allt. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, N Ameríka, Asía
     
Mýradúnurt
Mýradúnurt
Mýradúnurt
Mýradúnurt
Mýradúnurt
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is