Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Euphrasia stricta var. tenuis
Ćttkvísl   Euphrasia
     
Nafn   stricta
     
Höfundur   D. Wolff ex J. F. Lehmann, Prim. Lin. Fl. Herbipol., 43. 1809.
     
Ssp./var   var. tenuis
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Kirtilaugnfró
     
Ćtt   Scrophulariaceae (Grímublómaćtt)
     
Samheiti   Euphrasia arctica Lange ex Rostrup Euphrasia brevipila Burnat & Gremli ex Gremli Euphrasia ericetorum Jord. Euphrasia pectinata Ten. Euphrasia pumila Kern. Euphrasia suecica Murb. & Wettst. Euphrasia tatarica Fisch. Euphrasia tenuis (Brenner) Wettst. Euphrasia arctica subsp. tenuis (Brenner) Yeo Euphrasia brevipila subsp. tenuis (Brenner) Wettst. Euphrasia officinalis subsp. pumila (Kern.) O. Schwarz Euphrasia stricta subsp. pectinata (Ten.) P. Fourn. Euphrasia stricta subsp. pumila (Kern.) Wettst. Euphrasia stricta subsp. suecica (Murb. & Wettst.) Wettst. Euphrasia stricta subsp. tatarica (Fisch.) P. Fourn. Euphrasia officinalis var. tenuis Brenner Euphrasia stricta var. parviflora
     
Lífsform   Einćr hálfsníkill
     
Kjörlendi  
     
Blómlitur   Hvítur-ljósfjólublár, gulur blettur á neđri vör
     
Blómgunartími   Júlí
     
Hćđ   0.05 - 0.15 m
     
 
Kirtilaugnfró
Vaxtarlag  
     
Lýsing   Afar sjaldgćf, en líkist augnfró. Blómin eru hvít - ljósfjólublá međ blárauđum rákum og gulum blett á neđri vör. Bikarinn ásamt efstu laufblöđunum nćr eingöngu međ örsmáum kirtilhárum, blómin heldur stćrri, 8-9 mm á lengd. Samkvćmt rússnesku flórunni er réttara nafn Euphrasia vernalis List.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Mjög sjaldgćf, fundin á nokkrum stöđum, algengust á Suđvesturlandi, sums stađar viđ jarđhita (t.d. í Laugarási). Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, N Ameríka
     
Kirtilaugnfró
Kirtilaugnfró
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is