Úr ljóðinu Barmahlíð eftir Jón Thoroddsen Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
|
Ættkvísl |
|
Filipendula |
|
|
|
Nafn |
|
ulmaria |
|
|
|
Höfundur |
|
(L.) Maxim., Trudy Imp. S.-Peterburgsk. Bot. Sada 6(1): 251. 1879 |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Mjaðjurt |
|
|
|
Ætt |
|
Rosaceae (Rósaætt) |
|
|
|
Samheiti |
|
Filipendula denudata (J.Presl & C.Presl) Fritsch
Filipendula megalocarpa Juz.
Spiraea contorta Stokes
Spiraea denudata J.Presl & C.Presl
Spiraea ulmaria L.
Thecanisia ulmaria (L.) Raf. ex B.D.Jacks.
Ulmaria denudata (J.Presl & C.Presl) Opiz
Ulmaria glauca (Schultz) Fourr.
Ulmaria pentapetala Gilib.
Ulmaria quinqueloba Baumg.
Ulmaria ulmaria (L.) Barnhart
Ulmaria vulgaris Hill
Filipendula ulmaria subsp. denudata (J.Presl & C.Presl) Hayek
Filipendula ulmaria subsp. megalocarpa (Juz.) I.A.Shantser
Spiraea ulmaria subsp. denudata (J.Presl & C.Presl) Schübler & G.Martens
Filipendula ulmaria var. denudata (J.Presl & C.Presl) Maxim.
Filipendula ulmaria var. glaberrima (Beck) Beck
Filipendula ulmaria var. subdenudata (Fritsch) Schanzer
Filipendula ulmaria var. tomentosa (Cambess.) Maxim.
Spiraea ulmaria var. concolor Neilr.
Spiraea ulmaria var. denudata (J.Presl & C.Presl) Cariot & St.-Lag.
Spiraea ulmaria var. glaberrima (Beck) Rouy & E.G.Camus
Spiraea ulmaria var. glabrescens Rouy & E.G.Camus
Spiraea ulmaria var. unicolor Rouy & E.G.Camus
Spiraea ulmaria var. viridis Wallr.
Spiraea ulmaria var. viridis Desv.
Ulmaria palustris var. denudata (J.Presl & C.Presl) Focke
Ulmaria pentapetala var. denudata (J.Presl & C.Presl) Asch. |
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Vex þar sem jarðraki er til staðar til dæmis í deigum grasmóum, lautum, skóglendi og í mýrum. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Gulhvítur |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júlí |
|
|
|
Hæð |
|
0.30-0.80 m |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Allhávaxin jurt, 30-80 sm á hæð. Stönglar uppréttir, stórblöðóttir, ógreindir eða greinóttir ofan til, blaðmargir og nær hárlausir. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blöðin stakfjöðruð, stór, stilkuð, gljáandi og græn á efra borði en grálóhærð á neðra borði. Axlablöð við blaðfótinn. Smáblöðin tennt og endasmáblaðið þrískipt.
Blómin fimmdeild, mjólkurhvít eða gulhvít, fremur lítil, mörg saman í stórum endastæðum skúfum. Krónublöðin 6-8 mm á lengd, naglmjó, ávöl í endann, töluvert lengri en bikarblöðin, sem eru oddmjó, hærð að utan. Fræflar allmargir. Frævur nokkrar saman í þyrpingu í miðju blómsins, hver um sig með einum stíl og þykku fræni í toppinn. Engar sykrur eru í blóminu en hins vegar sækja skordýr mjög í frjóduftið. Af blómum leggur sérkennilega og þægilega angan. Blómgast í júlí.
Mjaðjurtin er hitakær tegund og vex bara villt í hlýrri sveitum landsins og er töluvert ræktuð í görðum. Hún blómgast vel í beitarfriðuðu landi, en myndar bara smáblöð í grassverðinum, þar sem stöðug beit er.
LÍK/LÍKAR: Engar. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
1,2,3,9, HKr |
|
|
|
Reynsla |
|
"Eins og nafnið bendir til var plantan notuð við mjaðargerð. Séu blöð marin leggur af þeim sterka og þægilega lykt og voru mjaðarkerin smurð með þeim að innan og notuð sem krydd í ölið. Seyði eða duft af rótinni var haft við slæmum nýrum. Te, bæði af blöðum og blómum, þótti svitadrífandi, verkeyðandi og græðandi og var því riotað við niðurgangi og blóðlátum og vond sár voru þvegin í því. Mjaðjurt var og höfð til þess að komast að hver stolið hefði." (Ág. H.) |
|
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
Algeng um sunnan- og vestanvert landið frá Barðastrandasýslu austur í Hornafjörð og einnig við innanverðan Eyjafjörð. Annars fremur sjaldgæf, sums staðar slæðingur frá ræktun.
Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Temp. Asía, Evrópa |
|
|
|
|
|