Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Galium mollugo ssp. mollugo
Ættkvísl   Galium
     
Nafn   mollugo
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl. 107 (1753)
     
Ssp./var   ssp. mollugo
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Mjúkamaðra
     
Ætt   Rubiaceae (Möðruætt)
     
Samheiti   Galium elatum Thuill. Galium insubricum Gaudin Galium kerneranum Klokov Galium tyrolense Willd. Galium mollugo subsp. elatum (Thuill.) Syme Galium mollugo subsp. insubricum (Gaudin) Arcangeli alium mollugo subsp. tyrolense (Willd.) Hayek
     
Lífsform   Fjölær
     
Kjörlendi   Akrar, vegkantar og röskuð svæði
     
Blómlitur   Hvítur
     
Blómgunartími   Júlí-ág.
     
Hæð   0.3-0.8 m
     
 
Vaxtarlag   Meira og minna uppréttar en veiklulegar greinar.
     
Lýsing   Blöðin aflöng, 6-8 saman í kranss, breiðust ofan miðju. Margblóma, endastæð blómskipan. Blómin hvít, fjögur krossstæð krónublöð, hlutfallslega langir blómstilkar.
     
Jarðvegur  
     
Heimildir   9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiðsla   Slæðingur sem hefur fundist víða á höfuðborgarsvæðinu og við Eyjafjörð, sjaldgæfur annars staðar. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Temp. Asía, Afríka
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is