Halldór Laxness

"Blóm eru ódauðleg... þú klippir þau í haust og þau vaxa aftur í vor, - einhversstaðar."

Hierochloë odorata
Ættkvísl   Hierochloë
     
Nafn   odorata
     
Höfundur   (L.) P. Beauv., Ess. Agrostogr., 62, 164. 1812.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Reyrgresi
     
Ætt   Poaceae (Grasaætt)
     
Samheiti   Holcus odoratus L.; H. borealis (Schrad.) Roem. & Schult. (ssp. odorata); Poa nitens Weber;
     
Lífsform   Fjölær grastegund, einkímblöðungur
     
Kjörlendi   Vex jafnan í stórum breiðum í útjöðrum skóga og kjarrlendis, en líka í grösugum móum, gróskumiklum brekkum, grýttu valllendi og víðar.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími   Júlí
     
Hæð   0.20 - 0.60 m
     
 
Reyrgresi
Vaxtarlag   Djúplægir jarðstönglar með löngum og mjúkum blöðum og beinvöxnum stráum, 25-60 sm á hæð. Mest áberandi eru ljósgrænar blaðbreiður blaða sem verða oft allt að 30 sm á lengd og vaxa upp af blaðbæru renglunum.
     
Lýsing   Strá með 1-3, 4-6 mm breiðum blöðum. Blöðin fagurgræn eða gulgræn, stráblöðin stutt og snarprend en renglublöðin löng og gljáandi á efra borði, ofurlítið hærð og snörp beggja vegna. Stráblöðin með langri slíðurhimnu. Punturinn útbreiddur, fremur gisinn, langegglaga og mógljáandi, 5-12 sm á lengd. Puntgreinarnar mjúkar og bugðóttar. Smáöxin stutt og breið, þríblóma. Axagnirnar himnukenndar, jafnlangar, fjólubláar neðantil, móleitar ofantil, með allmörgum, fremur óskýrum taugum, 5-6,5 mm á lengd. Blómagnirnar móhærðar, brúnar og broddyddar. Blómgast í júlí. LÍK/LÍKAR: Vallarsveifgras & ilmreyr. Reyrgresið þekkist frá vallarsveifgrasi á breiðari og gljáandi blöðum með reyrbragði. Blaðoddurinn ekki með bátstefnislögun. Ilmreyr er með reyrbragði og svipuð en styttri og mjórri blöð og auk þess má aðgreina hann frá reyrgresi á því að hann er hærður umhverfis slíðurhimnuna.
     
Jarðvegur   Prefers a damp position in a rich soil but succeeds in most soils including quite dry conditions and grows best on the sunny side (to semishade).
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr, http://www.pfaf.org/database/plants.php?Hierochloe+odorata; * Clayton, W.D., Harman, K.T. and Williamson, H. (2006 onwards). GrassBase - The Online World Grass Flora. http://www.kew.org/data/grasses-db.html. [accessed 02 Feb. 2007]
     
Reynsla   "Við þurrkun leggur af reyrnum sæta angan, sem helst lengi. Var fyrrum lagður í fatakistur til þess að varna fúkkalykt og halda gestafiðrildi, flóm og öðrum kvikindum frá. Seyði af blöðunum þótti hjartastyrkjandi, þvagdrífandi og blóðhreinsandi. Sé grasið soðið með feiti, á það að lækna útbrot á hörundi" (Ág.H.).
     
     
Útbreiðsla   Víða um land allt. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, tempraða Asía, N Amreíka og Kanada.
     
Reyrgresi
Reyrgresi
Reyrgresi
Reyrgresi
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is