Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Gentianopsis detonsa
Ćttkvísl   Gentianopsis
     
Nafn   detonsa
     
Höfundur   (Rottb.) Ma, Acta Phytotax. Sin. 1, 1 : 15 (1951)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Engjavöndur
     
Ćtt   Gentianaceae (Maríuvandarćtt)
     
Samheiti   Gentiana detonsa Rottb. Gentianella detonsa (Rottb.) G.Don
     
Lífsform   Tvíćr jurt
     
Kjörlendi   Vex á sendnum, deigum flćđiengjum, sjávar- og árbökkum á láglendi.
     
Blómlitur   Fjólublár
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst
     
Hćđ   0.05-0.20 m
     
 
Engjavöndur
Vaxtarlag   Jurtin er öll hárlaus, 5-20 sm á hćđ. Stönglar lítt greindir, gáróttir, uppréttir og oft myndast allmargir uppréttir hliđarstönglar, álíka gildir og háir og ađalstöngullinn.
     
Lýsing   Blöđin heilrend, 1-2 sm á lengd, Stöngulblöđin eru fá og mjó, aflöng eđa mjólensulaga, ydd. Grunnblöđin spađalaga eđa mjóöfugegglaga, niđurmjó og dragast niđur í stuttan stilk. Blómin fjólublá oftast fjórdeild, en stundum fimmdeild. Krónublöđin, allstór, pípulaga, 2,5-5 sm á lengd, 1-1 ,5 sm í ţvermál efst, ginleppalaus. Bikarinn oftast međ fjórum, löngum og oddmjóum flipum, 2- 3 sm á lengd. Frćflar fjórir og ein tvíblađa frćva sem myndar sívalt, aflangt hýđi. Blómgast í júlí-ágúst. LÍK/LÍKAR: Maríuvöndur. Engjavöndurinn er međ blárri blóm, vantar ginleppa í blómginiđ og einnig auđţekktur á bikarn¬um.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Allvíđa. Algengur á norđan- og austanverđu landinu, sjaldgćfari annars stađar nema á Rauđasandi. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Kanada, Kína, Grćnland, Mexíkó, Noregur, Rússland og N Ameríka
     
Engjavöndur
Engjavöndur
Engjavöndur
Engjavöndur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is