Hulda - Úr ljóðinu Sorg
Þar sem blóm í laufalautum
ljúfu máli saman tala,
sem að ást og angur skilja, ?
blágresi og burknar grannir,
brönugrös og músareyra,
ljósberi og lækjarstjarna,
litlar fjólur, æruprísar,
gullmura og gleym-mér-eigi, ?
vildi ég mega minnast þín.
Comastoma tenellum
Ættkvísl   Comastoma
     
Nafn   tenellum
     
Höfundur   (Rottb.) Toyok., Bot. Mag. (Tokyo) 74 : 198 (1961)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Maríuvendlingur
     
Ætt   Gentianaceae (Maríuvandarætt)
     
Samheiti   Comastoma dichotomum (Pall.) Holub Gentiana dichotoma Pall. Gentiana tenella Rottb. Gentianella dichotoma (Pall.) Harry Sm. Gentianella tenella (Rottb.) Börner Lomatogonium tenellum (Rottb.) A
     
Lífsform   Einær jurt
     
Kjörlendi   Vex í þurrum óræktarmóum, grónum grundum og völlum, einkum meðfram lækjum og ám.
     
Blómlitur   Ljósfjólublár
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hæð   0.05-0.15 m
     
 
Maríuvendlingur
Vaxtarlag   Einær jurt með marga granna dökka uppsveigða stöngla, 5-15 sm á hæð. Öll plantan er meira eða minna blámenguð. Stönglar og greinar eru blaðlausar ofan til.
     
Lýsing   Blöðin, hárlaus, lítil, gagnstæð, oddbaugótt eða egglaga, oft blámenguð. Blómin ljósbláleit eða fjólublá, um 1 sm á lengd, krónan oftast fjórdeild, klofin 1/4 til 1/3 niður og hvítleitir þræðir eru áberandi í blómgininu. Bikarinn er rúmlega helmingi styttri en krónan, klofinn nær niður í gegn, fliparnir breiðlensulaga til oddbaugóttir. Fræflar fjórir til fimm. Ein fræva. Aldin er sívalt, aflangt hýði sem klofnar í toppinn við þroskun. Blómgast í júní-júlí. Lík/líkar: Dýragras & gullvöndur. Maríuvendlingur er auðgreindur frá báðum þessum tegundum á bikarblöðunum.
     
Jarðvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiðsla   Er víða í innsveitum og inn á hálendið, einkum fyrir norðan, annars sjaldgæf. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Kanada, Evrópa, Grænland, Indland, Mexíkó, Rússland, N Ameríka.
     
Maríuvendlingur
Maríuvendlingur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is