Jón Helgason - úr ljóðinu Á Rauðsgili
Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.


Glaux maritima
Ættkvísl   Glaux
     
Nafn   maritima
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl. : 207 (1753)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Sandlæðingur
     
Ætt   Primulaceae (Maríulykilsætt)
     
Samheiti   Glaucoides maritima (L.) Lunell
     
Lífsform   Fjölær jurt
     
Kjörlendi   Vex á sjávarfitjum og í sendnum jarðvegi við sjó.
     
Blómlitur   Hvítur-bleikleitur með bleikrauðum æðum
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst
     
Hæð   0.03-0.10 m
     
 
Sandlæðingur
Vaxtarlag   Lítil jurt 3-10 sm á hæð með jarðlæga, skriðula stöngla með uppréttum greinum. Stönglar hárlausir og þéttblöðóttir.
     
Lýsing   Laufblöðin dökkgræn-blágræn, hárlaus, þykk, gagnstæð, öfugegglaga eða oddbaugótt, 6-12 mm á lengd og 2-4 mm á breidd. Blómin fimmdeild, stök í blaðöxlunum. Krónublöðin einföld, hvít eða bleikleit með bleikrauðum æðum eða strikum. Bikarblöðin samblaða en djúpt klofin með ávölum flipum. Fræflar 5, með bleikrauðum knappleggjum. Frævan ein, flöskulaga með einum stíl. Blómgast í júlí-ágúst. LÍK/LÍKAR: Engar.
     
Jarðvegur  
     
Heimildir   3,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiðsla   Sjaldgæfur. Finnst á nokkrum stöðum á sjávarflæðum á Vesturlandi frá Barðaströnd suður í Herdísarvík. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Asía, Ástralía, Nýja Sjáland, N Ameríka.
     
Sandlæðingur
Sandlæðingur
Sandlæðingur
Sandlæðingur
Sandlæðingur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is