Jón Helgason - úr ljóðinu Á Rauðsgili Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.
|
Ættkvísl |
|
Hippuris |
|
|
|
Nafn |
|
vulgaris |
|
|
|
Höfundur |
|
Linnaeus, Sp. Pl. 4 (1753) |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Lófótur |
|
|
|
Ætt |
|
Hippuridaceae (Lófótsætt) |
|
|
|
Samheiti |
|
Hippuris lanceolata Retz.
Hippuris melanocarpa N. Semen. |
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Vex í votlendi, í grunnum vötnum, djúpum lækjum, síkjum og skurðum, en líka á landi og þá er hún skriðul í blautum mýrafenjum. Algeng um land allt. |
|
|
|
Blómlitur |
|
óásjáleg |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júlí |
|
|
|
Hæð |
|
0.20-0.60 m |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Nokkuð grófgerð vatnajurt. Stönglar standa að mestu upp úr vatninu, dökkgrænir, 2-3 mm gildir, holir, með kransstæðum, striklaga blöðum sem líkjast elftingu við fyrstu sýn, 20-60 sm á hæð/lengd eftir vatnsdýpi. |
|
|
|
Lýsing |
|
Í hverjum blaðkransi eru yfirleitt 8-12 striklaga eða lensulaga blöð, 1-1,5 sm að lengd á þeim hlutum stöngla sem standa upp úr, en töluvert lengri (2-3 sm) og læpulegri niðri í vatninu. Stöngulliðir styttri en blöðin.
Blómin standa stök í blaðöxlunum, tvíkynja í sambýli og yfirsætin, örsmá og ósjáleg, kvenblóm ofar en karlblóm neðar. Blómhlífin einföld, í raun aðeins fjórir smásepar sem standa út úr frævunni ofanverðri. Ein fræva og einn rauður fræfill í hverju blómi. Blómgast í júlí.
LÍK/LÍKAR: Flæðalófótur. Flæðalófótur er heldur lægri, 10-40 sm á hæð, með breiðari blöð (2-5 mm) og hefur aðeins fjögur til sex blöð í hverjum blaðkransi. Auk þess má geta að hann vex eingöngu á sjávarflæðum og/eða síkjum út frá þeim. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
1,2,3,9, HKr |
|
|
|
Reynsla |
|
"Nefnist sums staðar marhálmur, eins og fleiri vatnaplöntur. Seyði at allri plöntunni hefur reynst vel til þess að stöðva blæðingar, jafnt útvortis sem innvortis". (Ág.H.) |
|
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Argentína, Ástralía, Asía, Evrópa, Indónesía, Nýja Sjáland, Grænland, Tyrkland, Taívan, N Ameríka. |
|
|
|
|
|