Málsháttur
Oft vex laukur af litlu.
Huperzia selago
Ættkvísl   Huperzia
     
Nafn   selago
     
Höfundur   (L.) Bernh. ex Schrank. & Mart., Hortus Reg. Monac., 3. 1829.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Skollafingur
     
Ætt   Lycopodiaceae (Jafnaætt)
     
Samheiti   Lycopodium abietiforme Gray Lycopodium densum Lam. Lycopodium recurvum Kit. ex Willd. Mirmau selago (L.) H. P. Fuchs Selago vulgaris Schur Urostachys selago (L.) Herter Huperzia selago var. appressum Desv. Huperzia selago var. recurvum Desv.
     
Lífsform   Fjölær gróplanta
     
Kjörlendi   Vex í mólendi, snjódældum, grjóturðum og gjótum til fjalla, en finnst stundum í hraungjótum og mosaþembum á láglendi.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími  
     
Hæð   0.05-0.12 m
     
 
Skollafingur
Vaxtarlag   Sígræn jurt með uppréttum eða uppsveigðum, stuttum, stinnum, þéttblöðóttum stönglum, sem kvíslast í margar, nokkuð jafnháar, þéttstæðar, fingurlíkar greinar, 5-12 sm á hæð.
     
Lýsing   Blöðin oftast í átta röðum, stilklaus, heilrend, sverðlaga, oddmjó, smá og hreisturlík, 6-8 mm á lengd og 1-1,5 mm á breidd. Gróbæru blöðin eins og hin blöðin, smá og hreisturlík. Gróhirslurnar í blaðöxlum um miðju árssprotanna, nýrlaga, öll gróin eins. Þar að auki myndast litlir æxliknappar með breiðari og nær oddlausum blöðum hér og hvar í blaðöxlunum. Deilitegundir eru oft taldar tvær hérlendis H. s. subsp. selago og H. s. subsp. arctica (Grossh. ex Tolm) Á. Löve & D.Löve. H. s. ssp. selago er talin fremur sjaldgæf og aðeins á láglendi. H. s. ssp. arctica er allalgeng á útbreiðslusvæði tegundarinnar hérlendis. Í norsku flórunni eru þessar tvær deilitegundir taldar sjálfstæðar tegundir. LÍK/LÍKAR: Lyngjafni. Skollafingurinn má þekkja á því að hann hefur mun styttri renglur en lyngjafninn og dreifðar gróhirslur á æxliknöppunum.
     
Jarðvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla   "Eldri nöfn á tegundinni eru t.d. vargslappi, tröllafótur, hrossajafni og villiviðargras. Annars staðar á Norðurlöndum var sterkt seyði af plöntunni notað til þess að eyða lúsum, valda fósturláti, örva hægðir og drepa innyflaorma". (Ág. H.)
     
     
Útbreiðsla   Allalgengur um mestallt landið, en þó ófundinn á Suðurlandi milli Ölfusár og Markarfljóts svo og á hálendi Þingeyjarsýslna. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Arktísk; Evrópa, Asía, N Ameríka + Falklandseyjar ov.
     
Skollafingur
Skollafingur
Skollafingur
Skollafingur
Skollafingur
Skollafingur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is