Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Hydrocotyle vulgaris
Ættkvísl   Hydrocotyle
     
Nafn   vulgaris
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl., 234. 1753.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Vatnsnafli
     
Ætt   Apiaceae (Sveipjurtaætt)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt
     
Kjörlendi   Vex við laugar, hveri og meðfram heitum lækjum.
     
Blómlitur   Hvítur
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst
     
Hæð   0.03-0.10 m
     
 
Vatnsnafli
Vaxtarlag   Sérkennileg, hitakær jurt, 3-10 sm á hæð, með skriðulum jarðstönglum. Upp af þeim rísa blöðin á löngum stilkum. Blaðstilkur getur orðið 5-15 sm á lengd og festist neðan í blöðkuna miðja. Blaðstilkurinn er oftast hærður rétt undir festingunni en að öðru leyti er plantan nær hárlaus.
     
Lýsing   Blöðin eru hárlaus, gulgræn, stilklöng, skjaldlaga eða nær kringlótt, stjarnstrengjótt, grunnbogtennt og 1-3 sm í þvermál. Blómin örsmá, fimmdeild, hvítleit, í 4-6 blóma, kúlulaga sveip á blómleggjum sem eru mun styttri en blaðstilkarnir. Blómknúppar eru oft bleikleitir. Frævan tvíblaða með tveim stílum. Aldin tvíkleyft, hliðflatt klofaldin. Blómgast í júlí-ágúst. LÍK/LÍKAR: Engar. Eina villta tegundin hérlendis með stjörnustrengjótt blöð.
     
Jarðvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiðsla   Sjaldgæf, fundin á allnokkrum stöðum við jarðhita í uppveitum Árnessýslu og Borgarfjarðar en ófundin annarsstaðar. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Ástralía, Kanada, Evrópa, Mexíó, N Ameríka, Swaziland.
     
Vatnsnafli
Vatnsnafli
Vatnsnafli
Vatnsnafli
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is