Halldór Laxness "Blóm eru ódauðleg... þú klippir þau í haust og þau vaxa aftur í vor, - einhversstaðar."
|
Ættkvísl |
|
Hydrocotyle |
|
|
|
Nafn |
|
vulgaris |
|
|
|
Höfundur |
|
Linnaeus, Sp. Pl., 234. 1753. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Vatnsnafli |
|
|
|
Ætt |
|
Apiaceae (Sveipjurtaætt) |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Vex við laugar, hveri og meðfram heitum lækjum. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hvítur |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júlí-ágúst |
|
|
|
Hæð |
|
0.03-0.10 m |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Sérkennileg, hitakær jurt, 3-10 sm á hæð, með skriðulum jarðstönglum. Upp af þeim rísa blöðin á löngum stilkum. Blaðstilkur getur orðið 5-15 sm á lengd og festist neðan í blöðkuna miðja. Blaðstilkurinn er oftast hærður rétt undir festingunni en að öðru leyti er plantan nær hárlaus. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blöðin eru hárlaus, gulgræn, stilklöng, skjaldlaga eða nær kringlótt, stjarnstrengjótt, grunnbogtennt og 1-3 sm í þvermál.
Blómin örsmá, fimmdeild, hvítleit, í 4-6 blóma, kúlulaga sveip á blómleggjum sem eru mun styttri en blaðstilkarnir. Blómknúppar eru oft bleikleitir. Frævan tvíblaða með tveim stílum. Aldin tvíkleyft, hliðflatt klofaldin. Blómgast í júlí-ágúst.
LÍK/LÍKAR: Engar. Eina villta tegundin hérlendis með stjörnustrengjótt blöð. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
1,2,3,9, HKr |
|
|
|
Reynsla |
|
|
|
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
Sjaldgæf, fundin á allnokkrum stöðum við jarðhita í uppveitum Árnessýslu og Borgarfjarðar en ófundin annarsstaðar.
Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Ástralía, Kanada, Evrópa, Mexíó, N Ameríka, Swaziland. |
|
|
|
|
|