Jón Helgason - úr ljóðinu Á Rauðsgili
Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.


Koenigia islandica
Ættkvísl   Koenigia
     
Nafn   islandica
     
Höfundur   Linnaeus, Syst. Nat. (ed. 12) 2 : 104 (1767)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Naflagras
     
Ætt   Polygonaceae (Súruætt)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Einær jurt
     
Kjörlendi   Vex í deigri moldarjörð, rökum leirflögum og á leirkenndum flæðum og lækjareyrum.
     
Blómlitur   Gulgrænn
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hæð   0.01-0.06 m
     
 
Naflagras
Vaxtarlag   Einær og safamikil jurt, oftast aðeins 1-6 sm á hæð. Stönglar eru grannir og linir, gulgrænir neðst en purpurarauðir ofan til, ýmist ógreindir eða kvíslgreindir ofan til.
     
Lýsing   Blöðin nær stilklaus, slíðruð, heilrend, öfugegglaga eða nær kringlótt, græn eða rauð, heilrend, hárlaus. rauðleit. Himnukennt slíður við blaðfótinn. Blómin þrídeild, örsmá, nokkur saman inni í blaðsveipunum, ljósleit eða gulgræn. Blómhlífin einföld, blómhlífarblöðin oftast þrjú en stundum fjögur, snubbótt, 1-2 mm á lengd, hvítleit, græn eða rauð, oft samgróin neðst. Fræflar 3 og ein stíllaus fræva. Fræflar og hunangskirtlar eru fagurgulir. Aldinið egglaga hneta, stutttrýnd, um 2 mm á lengd. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Engar.
     
Jarðvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla   "Latneska ættkvíslarheitið er til heiðurs danska lækninum og grasafræðingnum Johann G. König (1728-85) en hann sendi Linné fyrstur manna eintök af þessari tegund héðan frá Íslandi 1767." (Ág.H.)
     
     
Útbreiðsla   Algengt um allt land nema á hálendinu vestan Jökulsár á Fjöllum. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Pólhverf, arktísk og til fjalla í N Ameríku, N Evrópu, N Asíu
     
Naflagras
Naflagras
Naflagras
Naflagras
Naflagras
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is