Jón Helgason - úr ljóðinu Á Rauðsgili Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.
|
Ættkvísl |
|
Koenigia |
|
|
|
Nafn |
|
islandica |
|
|
|
Höfundur |
|
Linnaeus, Syst. Nat. (ed. 12) 2 : 104 (1767) |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Naflagras |
|
|
|
Ætt |
|
Polygonaceae (Súruætt) |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Einær jurt |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Vex í deigri moldarjörð, rökum leirflögum og á leirkenndum flæðum og lækjareyrum. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Gulgrænn |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júní-júlí |
|
|
|
Hæð |
|
0.01-0.06 m |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Einær og safamikil jurt, oftast aðeins 1-6 sm á hæð. Stönglar eru grannir og linir, gulgrænir neðst en purpurarauðir ofan til, ýmist ógreindir eða kvíslgreindir ofan til. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blöðin nær stilklaus, slíðruð, heilrend, öfugegglaga eða nær kringlótt, græn eða rauð, heilrend, hárlaus. rauðleit. Himnukennt slíður við blaðfótinn.
Blómin þrídeild, örsmá, nokkur saman inni í blaðsveipunum, ljósleit eða gulgræn. Blómhlífin einföld, blómhlífarblöðin oftast þrjú en stundum fjögur, snubbótt, 1-2 mm á lengd, hvítleit, græn eða rauð, oft samgróin neðst. Fræflar 3 og ein stíllaus fræva. Fræflar og hunangskirtlar eru fagurgulir. Aldinið egglaga hneta, stutttrýnd, um 2 mm á lengd. Blómgast í júní-júlí.
LÍK/LÍKAR: Engar. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
1,2,3,9, HKr |
|
|
|
Reynsla |
|
"Latneska ættkvíslarheitið er til heiðurs danska lækninum og grasafræðingnum Johann G. König (1728-85) en hann sendi Linné fyrstur manna eintök af þessari tegund héðan frá Íslandi 1767." (Ág.H.) |
|
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
Algengt um allt land nema á hálendinu vestan Jökulsár á Fjöllum.
Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Pólhverf, arktísk og til fjalla í N Ameríku, N Evrópu, N Asíu |
|
|
|
|
|