Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Lathyrus palustris
Ćttkvísl   Lathyrus
     
Nafn   palustris
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl. : 733 (1753)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Mýraertur
     
Ćtt   Fabaceae (Ertublómaćtt)
     
Samheiti   Lathyrus myrtifolius Muhl. ex Willd. Orobus myrtifolius (Muhl. ex Willd.) A. Hall Lathyrus palustris subsp. pilosus (Cham.) Hulten Lathyrus palustris var. linearifolius Ser. Lathyrus palustris var. macranthus (White) Fern. Lathyrus palustris var. meridionalis Butters & St. John Lathyrus palustris var. myrtifolius (Muhl. ex Willd.) Gray Lathyrus palustris var. pilosus (Cham.) Ledeb. Lathyrus palustris var. retusus Fern. & St. John
     
Lífsform   Fjölćr jurt
     
Kjörlendi   Vex í graslendi.
     
Blómlitur   Rauđfjólublár
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst
     
Hćđ   0.15-0.50 m
     
 
Mýraertur
Vaxtarlag   Stönglar međ mjóum himnufaldi, en blađstilkar án himnufalds, 15-50 sm á hćđ.
     
Lýsing   Smáblađapör 1-3. Smáblöđ mjó, nćrri striklaga, blágrćn, um 3-4 sm á lengd, broddydd. Blómin blá eđa rauđbláleit, í blómfáum klösum, blómin lík og á umfeđmingi. Blómgast í júlí-ágúst.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Fremur sjaldgćf sem vex ţó á víđ og dreif á láglendi kringum landiđ. Finnst ekki á Suđausturlandi frá Mýrdal ađ Fáskrúđsfirđi. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, N Ameríka, temp. Asía
     
Mýraertur
Mýraertur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is