Sigfús Daðason - Vængjasláttur
Akureyri
mjög skreytt
reynitrjám.

Sá sem gengi um bæinn
á septemberkvöldi:
dimmur skuggi innfjarðarins
fylgdi honum á aðra hönd hvar sem hann færi,
lifandi, kvikur!
Sálarspegill!

Heilagur lundur
rís í hæðir.
Og gangi maður í lundinn
er hann þar einn með sjálfum sér.

Það gustar um limið
og fuglarnir í björtum trjákrónunum
fælast skóhljóð einmanans
og hviðra með vængjaslætti
yfir höfði hans og úti í myrkrinu.

Og upp fyrir honum rennur þá: hvílík
sú dýrð sem einmananum hlotnast.



Berberis thunbergii
Ættkvísl   Berberis
     
Nafn   thunbergii
     
Höfundur   DC.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Sólbroddur
     
Ætt   Mítursætt (Berberidaceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Runni
     
Kjörlendi   Sól
     
Blómlitur   Gulur með rauð slikju
     
Blómgunartími   Júní (lok maí í bestu árum)
     
Hæð   1 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Sólbroddur
Vaxtarlag   Lauffellandi runni, allt að 1 m á hæð.
     
Lýsing   Greinar eru kantaðar, dökkrauðar, greyptar, þyrnar stakir. Lauf allt að 2×1,5 sm, egglaga, snubbótt, heilrend, ólífugræn ofan, grá-nöbbótt neðan. Blóm allt að 5 talsins, í hálfsveip, gul með rauða slikju. Aldin legglaus, sporvala, rauð, glansandi, allt að 8 mm. Enginn stíll. Þolir vel klippingu eins og aðrir broddar, falleg rauð ber að hausti.
     
Heimkynni   Japan.
     
Jarðvegur   Meðalrakur, vel framræstur, meðalfrjór.
     
Sjúkdómar   Ónæmur fyrir ryðsvepp.
     
Harka   4
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Sumargræðlingar, haustsáning, 10 sm græðlingar með hæl síðsumars
     
Notkun/nytjar   Í þyrpingar, stakstæð, blönduð beð, brekkur
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni, sú eldri var fengin úr gróðrarstöð 1981 og gróðursett í beð það sama ár. Hefur kalið ögn flest ár einkum framan af en ekkert í seinni tíð. Til hinnar var sáð 1995 og hún gróðursett í beð 2004. ---
     
Yrki og undirteg.   'Atropurpurea' - blóðbroddur, yrki með blá-rauðfjólublá blöð hefur verið lengi í ræktun hérlendis. Önnur yrki eru t.d. 'Erecta' upprétt planta, 'Green Ornament' dökk grænt lauf, 'Vermilion' skær rauðir haustlitir, 'Dart's Red Lady' purpurarauð blöð - síðar skarlatsrauð, 'Red Chief' upprétt planta að 2 m, 'Harlequin' þéttvaxin planta, 'Pink Queen' með flekkótt og rauðleit blöð, 'Rose Glow' flekkótt, 'Silver Beauty' smávaxið yrki, 'Atropurpuea Nana' smágert yrki, 'Aurea' gullið, 'Green Carpet' lágvaxið yrki og útbreitt, 'Kobold', 'Minor' aðeins um 25 sm háar plöntur, 'Red Pillar' rauðleit blöð, 'Golden Ring' blöð með gullnum kanti og fleiri mætti nefna.
     
Útbreiðsla  
     
Sólbroddur
Sólbroddur
Sólbroddur
Sólbroddur
Sólbroddur
Sólbroddur
Sólbroddur
Sólbroddur
Sólbroddur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is