Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Viscaria alpina
Ćttkvísl   Viscaria
     
Nafn   alpina
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Ljósberi
     
Ćtt   Caryophyllaceae (Hjartagrasaćtt)
     
Samheiti   Silene suecica (Lodd.) Greut. & Burd.; Lycnhis alpina L., non Silene alpina Gray Steris alpina (L.) Sourková Lychnis suecica Lodd. ? basionym Lychnis alpina L. forma albiflora (Lange) Fernald Lychnis alpina L. subsp. americana (Fernald) Feilberg Agrostemma alpina (L.) Forbes Steris americana (Fernald) Ikonn. Viscaria alpina (L.) G.Don Viscaria alpina (L.) G.Don var. americana Fernald Viscaria alpina (L.) G.Don forma albiflora Lange Viscaria americana (Fernald) Buchenau
     
Lífsform   Fjölćr jurt
     
Kjörlendi   Vex á melum, holtum, í klettum, ţurrum grasbölum, brekkum og flögum.
     
Blómlitur   Purpurarauđur
     
Blómgunartími   Júlí
     
Hćđ   0.05-0.15 m
     
 
Ljósberi
Vaxtarlag   Fjölćr planta 5-15 sm á hćđ. Stönglar uppréttir, blómstöngullinn öllu jafna einn, rauđleitur og standa blómin í ţéttum hnapp á stöngulendanum. Gagnstćđ, aflöng stöngulblöđ, rauđmenguđ.
     
Lýsing   Blöđin hárlaus, lensulaga?striklaga, odddregin, ýmist rauđ eđa grćn. Blómin purpurarauđ, ilmandi, mörg saman í ţéttum hnapp á stöngulendum. Blómin um 1 sm á lengd, fimmdeild,. Krónublöđin klofin ađ miđju í tvo flipa, 1,5-2 sm í ţvermál. Bikarinn samblađa, klukkulaga, međ snubbóttum sepum, rauđur eins og stođblöđ blómanna. Frćflar 10, ein frćva međ 5 stílum. Blómgast í júlí. LÍK/LÍKAR: Munkahetta (Lychnis flos-cuculi) er skyld ljósbera en miklu stćrri (20-60 sm), hefur fćrri og mun stćrri blóm, krónublöđin djúpt fjórflipuđ. Munkahettan er allvíđa í Mýrdal og undir Eyjafjöllum, annars sjaldgćf.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,GRIN, HKr
     
Reynsla   "Nöfnin ilmjurt og ununarjurt eru til komin vegna anganar blóma. Önnur nöfn eru: Píknajurt, ţúsunddyggđajurt og fjallaljós". (Ág.H.)
     
     
Útbreiđsla   Algeng um land allt. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Arktísk, N Ameríka, Evrópa
     
Ljósberi
Ljósberi
Ljósberi
Ljósberi
Ljósberi
Ljósberi
Ljósberi
Ljósberi
Ljósberi
Ljósberi
Ljósberi
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is