Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.
Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.
Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.
Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.
|
Ćttkvísl |
|
Lychnis |
|
|
|
Nafn |
|
flos-cuculi |
|
|
|
Höfundur |
|
Linnaeus, Sp. Pl. 436 (1753) |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Munkahetta |
|
|
|
Ćtt |
|
Caryophyllaceae (Hjartagrasaćtt) |
|
|
|
Samheiti |
|
Coronaria flos-cuculi (L.) A. Braun
Silene flos-cuculi (L.) Greuter & Burdet
Lychnis cyrilli K. Richter |
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölćr |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Vex í bröttum brekkum, giljum, klettum og gjótum móti sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Ljósrauđur-fölbleikur/brúnrauđur bikar |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júní-júlí |
|
|
|
Hćđ |
|
0.20-0.60 m |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Upprétt og fremur hávaxin. Líkist dagstjörnu í fljótu bragđi. Stönglar háir og grannir, stutthćrđir og blöđóttir mjóum, hárlausum eđa fínhćrđum blöđum. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blöđin gagnstćđ, lengri og mjórri en á dagstjörnu. Blómin ljósrauđ-bleik, krónublöđin áberandi klofin í fjora mjóa, langa flipa. Bikarblöđin samvaxin, rauđbrún međ tíu dekkri taugum og oddmjóum tönnum. Munkahettan finnst ađeins á láglendi neđan 200 m. |
|
|
|
Jarđvegur |
|
Ţrífst best í frjóum jarđvegi og á sólríkum stađ. |
|
|
|
Heimildir |
|
2,9, HKr |
|
|
|
Reynsla |
|
|
|
|
|
|
|
|
Útbreiđsla |
|
Fremur sjaldgćf og finnst ađeins villt á sunnanverđu landinu frá Fljótshlíđ austur í Örćfi. Annars stađar mjög sjaldgćf og ađeins sem slćđingur.
Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Temp. Asía, Evrópa, ílend í N Ameríku |
|
|
|
|
|