Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Omalotheca supina
Ćttkvísl   Omalotheca
     
Nafn   supina
     
Höfundur   (L.) DC., Prodr. 6 : 245 (1838)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Grámulla
     
Ćtt   Asteraceae (Körfublómaćtt)
     
Samheiti   Basionym: Gnaphalium supinum L. Synonym(s): Gnaphalium supinum L.
     
Lífsform   Fjölćr jurt
     
Kjörlendi   Vex í snjódćldum og lautadrögum til fjalla en finnst einnig á láglendi í snjóţungum héruđum.
     
Blómlitur   Gulmóleitur (öll blómin pípukrýnd)
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hćđ   0.02-0.08 m
     
 
Grámulla
Vaxtarlag   Stönglar grannir, uppréttir eđa uppsveigđir, gisblađa og oftast margir saman á greindum jarđstöngli. Stönglar og blöđ, 2-8 sm á hćđ. Plantan er svo ullhćrđ, ađ til ađ sjá virđist sem mygluskellur séu í graslautum ţar sem hún vex.
     
Lýsing   Blöđin nćr striklaga, mjókka í endann, 1,5-3 mm breiđ og um 1-1 ,5 sm á lengd. Blómin nokkur saman í fáum, litlum körfum efst á stöngulendanum. Körfurnar eru smáar og nćrri legglausar. Ţćr eru ţéttstćđar í fyrstu en gisstćđari međ aldrinum, umluktar svartleitum reifum. Reifablöđin svarbrún utan til en grćn umhverfis miđtaugina, stundum međ purpurarauđu belti. Blómin öll pípukrýnd. Krónupípur 3-4 mm á lengd, brúnleitar í endann međ 5 flipum, fjólubláleit á belti ţar fyrir neđan en ljósgrćn neđst. Hárkrans umhverfis aldin. Ađeins hinn brúni efsti hluti krónunnar er sýnilegur út úr körfunni. Blómgast gulmóleitum blómum í júní. LÍK/LÍKAR: Fjallalójurt & Grámygla. Fjallalójurt má ţekkja á blađlögun, blöđin flest í hvirfingu viđ grunn, frambreiđ (2-3 mm) međ stuttum broddi í endann. Grámyglan ţekkist best á hinum marggreindum stöngli, og ađ stofnstćđu blađhvirfingarnar vantar.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Algeng um allt land ţar sem hún finnur öruggt skjól undir snjó á veturna. Finnst ađ jafnađi ekki á láglendi í snjóléttum sveitum. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Ameríka, Grćnland, Nýfundnaland, Labrador, Evrópa, Asía (Kákasus, Íran).
     
Grámulla
Grámulla
Grámulla
Grámulla
Grámulla
Grámulla
Grámulla
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is