Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Parnassia palustris
Ćttkvísl   Parnassia
     
Nafn   palustris
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl. 273 (1753)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Mýrasóley
     
Ćtt   Parnassiaceae (Mýrasóleyjaćtt)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt
     
Kjörlendi   Vex í snöggu valllendi, mólendi, rökum flögum og ýmiss konar votlendi. Mjög algeng um land allt.
     
Blómlitur   Hvítur
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hćđ   0.05-0.20 m
     
 
Mýrasóley
Vaxtarlag   Jurt, 5-20 sm á hćđ. Ógreindir, strendir, hárlausir stönglar, hver međ einu blađi neđan miđju og einu endastćđu blómi.
     
Lýsing   Grunnblöđin í stofnhvirfingu, egglaga til hjartalaga, heilrend, hárlaus, oft međ litlum broddi, mjög langstilkuđ og er stilkurinn lengri en blađkan. Blómin eru stök á stöngulendanum, 1,5-2 sm í ţvermál, Krónublöđin snubbótt, hvít međ dekkri ćđum. Bikarblöđin u.ţ.b. helmingi styttri en krónublöđin. Frćflarnir 5 međ ljósleitum-hvítum, áberandi frjóhnöppum. Ein fjórblađa frćva og fimm kambgreindir, gulgrćnleitir hunangsberar áberandi á milli frćflanna. Blómgast í júní-júlí. Í mörgum heimildum skráđ í Steinbrjótsćtt (Saxifragaceae). LÍK/LÍKAR: Engar. Nafniđ mýrasóley passar fremur illa viđ ţessa jurt. Hún er náskyld steinbrjótum og alls ekki af sóleyjaćtt og auk ţess má geta ađ hún vex fremur á ţurrlendi en í mýrum hérlendis.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla   "Plantan er sögđ skađleg augum en te af henni ţótti gott viđ lifrar-og miltisbólgu, kvefi og brjóstţyngslum. Lifrarurt er gamalt heiti hennar." (Ág. H.)
     
     
Útbreiđsla   Algeng um land allt frá fjöru til fjalla. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Afríka, temp. Asía, Evrópa, N Ameríka, Grćnland, Arktísk
     
Mýrasóley
Mýrasóley
Mýrasóley
Mýrasóley
Mýrasóley
Mýrasóley
Mýrasóley
Mýrasóley
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is