Málsháttur
Eigi fellur tré við hið fyrsta högg.
Poa annua
Ættkvísl   Poa
     
Nafn   annua
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl. 1: 68. 1753.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Varpasveifgras
     
Ætt   Poaceae (Grasaætt)
     
Samheiti   Poa annua f. reptans (Haussknecht) T. Koyama; P. annua var. reptans Haussknecht; P. crassinervis Honda.
     
Lífsform   Einær grastegund (einkímblöðungur)
     
Kjörlendi   Vex í hlaðvörpum, við hauga, í vegköntum, á kalblettum í túnum, í opnum flögum og röskuðum svæðum.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími   Júní-ág./sept.
     
Hæð   0.06 - 0.30 (-0.45) m
     
 
Varpasveifgras
Vaxtarlag   Einær ljósgræn grastegund sem myndar fremur þéttar, lágvaxnar breiður. Stráin oftast mörg saman, flest uppsveigð, stundum alveg jarðlæg neðan til, lin, mjúk og lítið eitt flatvaxin, 8-35 sm á hæð.
     
Lýsing   Blöðin ljósgræn, flöt, lin, mjúk og oft dálítið þver¬hrukkótt. Efstu slíðurhimnurnar langar, 1,5-2 mm. Punturinn ljósgrænn, sjaldnar fjólubláleitur, egg- eða keilulaga, greinilega tvíhliða, gisinn, með sléttum puntgreinum, 2-5 sm á lengd. Smáöxin fjór- til sexblóma, gulgræn, græn eða lítið eitt bláleit, um 5 mm á lengd. Axagnirnar mjóar, 1,5-3 mm á lengd, sú neðri allmiklu styttri en sú efri. Frjóhnappar um 0,7 mm á lengd. Blómgast frá því í júní til hausts. 2n = 28. LÍK/LÍKAR: Vallarsveifgras. Varpasveifgrasið er með mun ljósgrænni blöð og punt og einnig er gott að bera saman lengd axagnanna.
     
Jarðvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=200025985
     
Reynsla   "Vegna þess að plantan óx oft í hlaðvarpa þar sem hlandi var skvett kalla sumir hana hlandgras". (Ág.H.)
     
     
Útbreiðsla   Algengt um land allt. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Afríka, Asía, Ástralía, Evópa, N & S Ameríka, Kyrrahafseyjar.
     
Varpasveifgras
Varpasveifgras
Varpasveifgras
Varpasveifgras
Varpasveifgras
Varpasveifgras
Varpasveifgras
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is