Jón Helgason - úr ljóðinu Á Rauðsgili Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.
|
Ættkvísl |
|
Plantago |
|
|
|
Nafn |
|
lanceolata |
|
|
|
Höfundur |
|
Linnaeus, Sp. Pl. 113 (1753) |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Selgresi |
|
|
|
Ætt |
|
Plantaginaceae (Græðisúruætt) |
|
|
|
Samheiti |
|
Plantago glabriflora Sakalo
Plantago lanuginosa Bast.
Plantago eriophora Hoffmanns. & Link
Plantago sphaerostachya (Mert. & W. D. J. Koch) Kern. |
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Vex í gras- og blómlendi. Nokkuð víða syðst á landinu, annars mjög sjaldgæf. Selgresið er hitakær jurt sem vex aðallega í brekkum mót suðri undir Eyjafjöllum og í Mýrdal, þar sem meðalhiti er einna hæstur. Um norðanvert landið vex það eingöngu við jarðhita. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Móleitur |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júlí |
|
|
|
Hæð |
|
0.15-0.35 m |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Stönglar hærðir, blaðlausir, uppréttir eða uppsveigðir, strendir, miklu lengri en blöðin, 15-35 sm á hæð. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blöðin öll stofnstæð og stilklöng. Blaðkan lensulaga og smágistennt, ydd, bogstrengjótt, 5-12 sm á lengd, og 1-2 sm á breidd og dragast niður í langan, grópaðan blaðstilk sem ávallt er mun styttri en blaðkan.
Blómin smá, þétt saman í stuttu, nær kringlóttu axi á löngum legg, axleggir mikið lengri en blöðin. Krónan móleit, himnukennd, 4 mm löng, klofin til miðs í fjóra flipa. Fliparnir yddir. Bikarblöðin um 2-3 mm á lengd, dökkbrún efst, himnukennd neðan til með grænni miðtaug. Fræflar fjórir, frjóhirslur gulhvítar (stundum dökkgular), 2-3 mm á lengd. Frævan með einum, alllöngum stíl. Blómgast í júlí. 2n=12.
LÍK/LÍKAR: Engar. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
1,2,3,9, HKr |
|
|
|
Reynsla |
|
"Hefur sömu áhrif og græðisúra. Nöfnin fuglatunga, sauðatunga og svínarót hafa verið höfð um tegundina". (Ág. H.) |
|
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
Algengt undir Eyjafjöllum, Vestmannaeyjum og Mýrdal. Annars aðeins sem sjaldæfur slæðingur við jarðhita, þó ílent í köldum jarðvegi í nágrenni við Reyki í Fnjóskadal.
Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Argentína, Bhutan, Bolívía, Brasilía, Kanada, N Ameríka, Evrópa, Ástralía, Chíle, Kongó, Kosta Ríka, Dominisak Lýðveldið, Equador, Eþíópía, Grikkland, Grænland, Haiti, Indland, Ísrael, Jamaika, Japan, Líbanon, Mexíkó, Marokkó, Nýja Sjáland, Pakistan, Nýja Gínea, Perú, S Afríka, Taívan, Tanzanía, Tyrkland, Túrkmenistan, N Ameríka og Venesúela. |
|
|
|
|
|