Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Potamogeton alpinus
Ćttkvísl   Potamogeton
     
Nafn   alpinus
     
Höfundur   Balbis, Mém. Acad. Sci. (Turin) 10-11(Phys. Math. 1): 329 (1804)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fjallnykra
     
Ćtt   Potamogetonaceae (Nykrućtt)
     
Samheiti   Potamogeton annulatus Bellardi Potamogeton microstachys Wolfg. Potamogeton purpurascens Seidl ex J. Presl & C. Presl Potamogeton rufescens Schrad. Potamogeton semipellucidus W. D. J. Koch & Ziz Potamogeton serratus Roth
     
Lífsform   Fjölćr vatnajurt (einkímblöđungur)
     
Kjörlendi   Vex í tjörnum, síkjum, skurđum og stöđuvötnum, stundum allhátt yfir sjó.
     
Blómlitur   Óásjáleg blóm - rauđbrúnt ax
     
Blómgunartími   Júlí
     
Hćđ   0.20-0.60 m
     
 
Vaxtarlag   Fjölćr, einkímblađa vatnajurt, sem vex á kafi ađ öllu eđa einhverju leyti, myndar sjaldan flotblöđ. Öll jurtin oftast rauđleit eđa ryđbrún. Jarđstönglar međ allstórum vetrarbrumum. Stönglar greinast í toppinn í nokkuđ jafnlangar greinar, 20-60 sm á hćđ/lengd.
     
Lýsing   Myndi hún flotblöđ eru ţau öfugegglaga, spađalaga eđa lensulaga, 5-10 sm á lengd, dálítiđ skinnkennd, stilkurinn oftast styttri en blađkan sem mjókkar jafnt niđur á stilkinn, slíđurhimnan, ţykk og stinn. Kafblöđin lensulaga, snubbótt, brún eđa grćnleit, himnukennd međ ljósum miđstreng, óstilkuđ, yfirleitt nokkuđ löng, oftast 6-16 sm og mjókka jafnt niđur ađ blađfćtinum. Blómin tvíkynja, fjórir frćflar og fjórar frćvur. Blómin smá, ţétt saman á 1,5-2,5 sm löngu, rauđbrúnu axi sem stendur upp úr vatninu. Axleggurinn allur jafngildur. Aldiniđ rauđleitt međ hvössum kili og stuttri trjónu, 3-4 mm á lengd. Blómgast í júlí. LÍK/LÍKAR: Grasnykra & Langnykra. Fjallnykran ţekkist frá grasnykru á löngum, snubbóttum kafblöđum. Fjallnykran ţekkist langnyrku á ţví ađ kafblöđin mjókka jafnt ađ blađfćtinum.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Víđa um land allt, en ófundin á Miđhálendinu Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, N Ameríka, Kanada, Grćnland, Japan, Pakistan ov.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is