Sigfús Dađason - Vćngjasláttur
Akureyri
mjög skreytt
reynitrjám.

Sá sem gengi um bæinn
á septemberkvöldi:
dimmur skuggi innfjarðarins
fylgdi honum á aðra hönd hvar sem hann færi,
lifandi, kvikur!
Sálarspegill!

Heilagur lundur
rís í hæðir.
Og gangi maður í lundinn
er hann þar einn með sjálfum sér.

Það gustar um limið
og fuglarnir í björtum trjákrónunum
fælast skóhljóð einmanans
og hviðra með vængjaslætti
yfir höfði hans og úti í myrkrinu.

Og upp fyrir honum rennur þá: hvílík
sú dýrð sem einmananum hlotnast.Potamogeton natans
Ćttkvísl   Potamogeton
     
Nafn   natans
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl., 126. 1753.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Blöđkunykra
     
Ćtt   Potamogetonaceae (Nykrućtt)
     
Samheiti   Potamogeton morongii A.Benn.
     
Lífsform   Fjölćr vatnajurt (einkímblöđungur)
     
Kjörlendi   Vex í tjörnum, stöđuvötnum, skurđum og jafnvel í lćkjum.
     
Blómlitur   Óásjáleg blóm - grágrćnt ax
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst
     
Hćđ   0.30-1 m (eftir vatnsdýpt)
     
 
Blöđkunykra
Vaxtarlag   Fjölćr, einkímblađa vatnajurt, vex á kafi ađ öllu eđa einhverju leyti, stór og grófgerđ međ greindum stönglum og grágrćnum blöđum, 30-100 sm á hćđ eftir vatnsdýpt.
     
Lýsing   Flotblöđin oddbaugótt eđa aflöng,, 4-9 sm ađ lengd og um 1 ,5-3 sm á breidd, bogstrengjótt međ skörpum miđstreng, oft mjög stilklöng. Slíđurhimnan alllöng, ţykk og stinn. Séu kafblöđ til stađar eru ţau lensulaga međ grópuđum blađstilk, en neđstu blöđin oftast blöđkulaus vegna rotnunar. Blómin tvíkynja, fjórir frćflar og fjórar frćvur. Blómin smá og mörg saman í axi. Axiđ grágrćnt, 1,5 -4 sm á lengd og stendur upp úr vatninu. Aldin allstór, gulleit og gljáandi. Blómgast í júlí-ágúst. LÍK/LÍKAR: Grasnykra. Blöđkunykran ţekkist best á ţví, ađ kafblöđ vantar oft og/eđa ađ ţau eru meira og minna blöđkulaus.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Algeng í vötnum á Suđvesturlandi frá Ţjórsá vestur á Snćfellsnes, og á Fljótsdalshérađi. Á nokkrum stöđum öđrum, einkum á Norđurlandi vestanverđu. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Ameríka, Evrópa, Temp. Asía ov.
     
Blöđkunykra
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is