Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.
Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.
Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.
Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.
|
Ættkvísl |
|
Betula |
|
|
|
Nafn |
|
neoalaskana |
|
|
|
Höfundur |
|
(Sarg.) Raup. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Alaskahvítbjörk |
|
|
|
Ætt |
|
Bjarkarætt (Betulaceae) |
|
|
|
Samheiti |
|
Betula alaskana, Betula papyrifera var. humilis, Betula papyrifera var. neoalaskana ofl. |
|
|
|
Lífsform |
|
Tré |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól |
|
|
|
Blómlitur |
|
Grænleitur til kakóbrúnn |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júní |
|
|
|
Hæð |
|
6-10 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Tré, allt að 15 m hátt í heimkynnum sínum. Börkur hvítur til fölbrúnn. Ársprotar hárlausir, þétt vörtóttir. |
|
|
|
Lýsing |
|
Lauf 3-6 × 2-5 sm, skakk-tígullaga eða tígullaga-egglaga, grunnur fleyglaga til þverstýfð, gróf tvísagtennt, langydd, æðastrengir í 6-8 pörum, dökkgræn, glansandi ofan, hárlaus eða ögn dúnhærð á æðastrengjunum á neðra borði, laufleggur 2 sm, grannur. Fullþroska kvenreklar 3 sm, sívalir, hangandi, rekilhreistur hærð og randhærð. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Alaska, Yukon. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Vex helst í mýrum og á illa framræstu landi, einar sér |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
1 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1, http://www.for.gov.bc.ca |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Stakstæð tré, í þyrpingar, blönduð beð |
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem gróðursett var í beð 1983, kom sem planta frá Vöglum. Hefur kalið mjög lítið eða ekkert gegnum árin. Í Lystigarðinum er ógreindur klónn frá Fairbakns Alaska - kelur lítið sem ekkert.
Hefur einnig verið reynd í kvæmatilraun á Reykjum Ölfusi og kemur þar ekki ver út en aðrar bjarkir efir 4 vetur (ÓN)
|
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|