Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Primula stricta
Ćttkvísl   Primula
     
Nafn   stricta
     
Höfundur   Hornem., Fl. Dan. 8, 24 : 3, tab. 1385 (1810)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Maríulykill
     
Ćtt   Primulaceae (Maríulykilsćtt)
     
Samheiti   Aleuritia stricta (Hornem.) Soják
     
Lífsform   Fjölćr jurt
     
Kjörlendi   Vex í rökum leirflögum og helst ţar sem jarđvegur er grunnur yfir klöppum. Hann finnst einnig á deigum árbökkum.
     
Blómlitur   Ljósrauđur - rauđfjólublár
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hćđ   0.10-0.20 m
     
 
Maríulykill
Vaxtarlag   Lágvaxin jurt. Uppréttir grannir stönglar, 10-20 sm. Stönglar blađlausir og ekki hćrđir.
     
Lýsing   Blöđin öll í stofnhvirfingu, 1-2 sm á lengd, heilrend eđa ógreinilega bugtennt, spađalaga, fremur mjó, breiđust framan viđ miđju en mjókka ađ örstuttum blađstilk. Blöđ stundum mjölvuđ á neđra borđi. Blómin fimmdeild, lítil, ljósrauđ-rauđfjólublá í blómfáum sveip á stöngulenda. Krónan pípulaga 7-8 mm á lengd međ útbreiddum kraga. Krónuflipar sýldir í endann. Bikarblöđ 4-5 mm á lengd, klofin um fjórđung niđur, grćnleit međ dökkum, fíngerđum dröfnum ofan til. Frćflar 5, styttri en krónupípan. Ein frćva. Blómleggirnir 5-10 mm međ stuttum, mjóum stođblöđum viđ grunninn. Blómgast í júní. LÍK/LÍKAR: Engar. Áţekkur er Davíđslykill (Primula egaliksensis) sem ađeins hefur fundist á einum stađ á landinu. Hann er nú talinn útdauđur. Hann er íviđ lćgri en maríulykill, ber hvít blóm, og bikarinn klofinn niđur ađ 2/3. Varla er hćgt ađ telja hann lengur međ íslensku flórunni en einhverjir virđast ţó lifa í voninni um ađ hann finnist aftur.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Mjög sjaldgćfur en finnst allvíđa í grennd viđ Akureyri á svćđinu frá Hjalteyri og inn fyrir botn Eyjafjarđar. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Kanada, Finnland, Grćnland, Mexíkó, Norgegur, Rússland, Svíţjóđ og N Ameríka.
     
Maríulykill
Maríulykill
Maríulykill
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is