Ţuríđur Guđmundsdóttir - Rćtur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Puccinellia coarctata
Ćttkvísl   Puccinellia
     
Nafn   coarctata
     
Höfundur   Fernald & Weath.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Varpafitjungur
     
Ćtt   Poaceae (Grasaćtt)
     
Samheiti   Puccinellia distans (Jacq.) Parl.; Atropis distans (Jacq.) Griseb.; Festuca distans (Jacq.) Kunth; Glyceria distans (L.) Wahlenb.; Poa retroflexa Curtis; Poa salina Pollich; Puccinellia distans subsp. distans; Puccinellia distans subsp. distans; Aira aquatica var. distans (Jacq.) Huds.;
     
Lífsform   Fjölćr grastegund (einkímblöđungur)
     
Kjörlendi   Vex á strandflesjum, kringum bći og víđar.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími   Júlí
     
Hćđ   0.05 - 0.30 (-45) m
     
 
Varpafitjungur
Vaxtarlag   Mjög mörg strá og blađsprotar frá sömu rót mynda gisnar ţúfur. Stráin oftast uppsveigđ eđa skástćđ eđa nćr jarđlćg og liggja ţá í einskonar sveipum, 5-30 (-45) sm ađ lengd međ 2-4 hnjám.
     
Lýsing   Blöđin blágrćn, flöt, oftast samlögđ eđa uppundin. Slíđurhimnan fremur stutt, stýfđ eđa snubbbtt. Puntgreinar snarpar, upp- og útréttar um blómgunartímann en útréttar til niđursveigđar ţegar líđur á sumariđ. Öxin aflöng-striklaga 4-7 blóma, yfirleitt grćnleit eđa dálítiđ bláleit ofan til. Axagnir mjög misstórar, snubbóttar og himnukenndar. Aldin mjög laus og fallgjörn. Blómagst í júlí. 2n =42. LÍK/LÍKAR: Sjávarfitjungur er međ mun styttri og uppstćđari puntgreinar, nćr eingöngu bundinn viđ ströndina.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   2,3,9, HKr, Clayton, W.D., Harman, K.T. and Williamson, H. (2006 onwards). GrassBase - The Online World Grass Flora. http://www.kew.org/data/grasses-db.html. [accessed 1 Feb. 2007]
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Fundinn hér og hvar međ ströndum fram kringum landiđ, einkum í malar- og sandfjörum, sums stađar alllangt frá sjó. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Afríka, temp. Asía, M Asía, Ástralía, Nýja Sjáland, N Ameríka, Arktísk.
     
Varpafitjungur
Varpafitjungur
Varpafitjungur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is