Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Beckwithia glacialis
Ćttkvísl   Beckwithia
     
Nafn   glacialis
     
Höfundur   (L.) Á. & D. Löve
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Jöklasóley
     
Ćtt   Ranunculaceae (Sóleyjaćtt)
     
Samheiti   Basionym: Ranunculus glacialis L.Synonym(s): Oxygraphis gelida (Hoffmanns.) O.SchwarzOxygraphis vulgaris FreynRanunculus gelidus Hoffmanns.Ranunculus glacialis L.
     
Lífsform   Fjölćr jurt
     
Kjörlendi   Vex í grjótskriđum, grýttum melum og klettum.
     
Blómlitur   Hvítur í fyrstu síđan dumrauđ-dökkfjólublá
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hćđ   0.06-0.15 m
     
 
Jöklasóley
Vaxtarlag   Jurt, lágvaxin og safamikil. Stönglar skástćđri eđa uppréttir, yfirleitt einblóma, 6-15 sm.
     
Lýsing   Blöđin stilklöng, ţykk, blágrćn, handflipótt eđa handskipt, hárlaus og gljáandi. Bleđlar sepóttir eđa flipóttir og snubbóttir. Blómin oftast stök á stöngulendanum, 2-2,5 sm í ţvermál. Krónan fimmdeild, lausblađa, gjarnan ofkrýnd. Krónublöđin í fyrstu hvít, en verđa síđan síđan rósrauđ og ađ lokum dumbrauđ-dökkfjólublá. Bikarblöđin snubbótt, ţétthćrđ móbrúnum hárum. Fjölmargir gulir frćflar og margar frćvur. Blómgast í júní-júlí. Jöklasóley er međ fallegri háfjallajurtum og finnst í allt ađ 1600 m hćđ. Hún vex ţó einnig neđar og gjarnan í grjótskriđum og einnig hefur hún fundist á malareyrum á láglendi. Heldur sig ađallega í hinum fornu blágrýtisfjöllum en sjaldséđ á móbergssvćđum. Hćsti fundarstađur hennar er í Kerlingu viđ Eyjafjörđ í 1535 m hćđ yfir sjó. Suđur í Alpafjöllum hefur fundist í 4275 m hćđ yfir sjó og er ţađ hćsti vaxtarstađur blómplöntu sem vitađ er um. Í eldri heimildum (flestum norrćnum Flórum) og enn víđar sem Ranunculus glacialis L. LÍK/LÍKAR: Engar.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Ađallega hátt fjalla norđan og austanlands, á blágrýtissvćđum landsins og ţar allvíđa ofan viđ 6-700 m. Sjaldséđ á láglendi. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.:
     
Jöklasóley
Jöklasóley
Jöklasóley
Jöklasóley
Jöklasóley
Jöklasóley
Jöklasóley
Jöklasóley
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is