Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Ranunculus pygmaeus
Ćttkvísl   Ranunculus
     
Nafn   pygmaeus
     
Höfundur   Wahlenb., Fl. Lapp. : 157 (1812)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Dvergsóley
     
Ćtt   Ranunculaceae (Sóleyjaćtt)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt
     
Kjörlendi   Vex í röku mólendi, í snjódćldum og viđ lćki og dý til fjalla.
     
Blómlitur   Gulur
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst
     
Hćđ   0.02-0.07 m
     
 
Dvergsóley
Vaxtarlag   Smágerđ fjallaplanta međ grönnum, brúnhćrđum stönglum, 2-7 sm á hćđ.
     
Lýsing   Blöđin ljósgrćn, grunnblöđin langstilkuđ, nćrri nýrlaga, blađkan ţrí- til fimmsepótt, 1-1,5 sm á breidd, hárlaus eđa međ stöku randhárum. Blađstilkar styttast eftir ţví sem ofar dregur, efstu stöngulblöđin alveg stilklaus og klofin í 3 aflanga, heilrenda flipa. Blómin fimmdeild, 0,5-1 sm í ţvermál. Krónublöđin mött, gul, heldur styttri en bikarblöđin. Bikarblöđ grćnleit, himnurend og ofurlítiđ lođin. Frćflar allmargir og frćvur sömuleiđis. Samaldin aflangt og hnetur međ krókboginni trjónu. Blómgast í júlí-ágúst. LÍK/LÍKAR: Lćkjasteinbrjótur hefur áţekk blöđ, en tegundir er auđvelt ađ ađgreina í blóma. Aldin dvergsóleyjar eru margar smáar hnetur en steinbrjótar bera eitt hýđisaldin, klofiđ í toppinn.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Allvíđa en síst á Suđvetur og Suđausturlandi, algeng hátt til fjalla, hvergi á láglendi. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Evrópa suđur ađ 59° N, Kanada, Grćnland, Rússland, N Ameríka.
     
Dvergsóley
Dvergsóley
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is