Halldór Laxness "Blóm eru ódauðleg... þú klippir þau í haust og þau vaxa aftur í vor, - einhversstaðar."
|
Ættkvísl |
|
Betula |
|
|
|
Nafn |
|
kenaica |
|
|
|
Höfundur |
|
W.H. Evans |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Alaskabjörk |
|
|
|
Ætt |
|
Bjarkarætt (Betulaceae) |
|
|
|
Samheiti |
|
Betula kamtschatica (Regel) V. N. Vassiljev v. kenaica (W. H. Evans) C. A. Jansson; B. neoalaskana Sargent v. kenaica (W. H. Evans) B. Boivin; B. papyrifera Marshall v. kenaica (W. H. Evans) A. Henry |
|
|
|
Lífsform |
|
Tré |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól |
|
|
|
Blómlitur |
|
Grænleitur til kakóbrúnn |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Síðla vors |
|
|
|
Hæð |
|
7-10 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
Hraðvaxta |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Tré allt að 12 m hátt í heimkynnum sínum, krónan mjó. Vex hratt, en er skammlíf. Börkur dökkrauðbrúnn, verður stundum bleikleitur eða gráhvít, sléttur, fullþroskaður flagnar hann í þunnar flögur, korkblettir dökkir, láréttir. Ársprotarnir hvorki með bragð né ilm, lítt eða dálítið dúnhærð, oft með kvoðukirtla á strjálingi. |
|
|
|
Lýsing |
|
Laufblaðkan egglaga, tennt, með 2-6 pör af æðastrengjum 4-5(-7,5) × 2,5-4,5 sm, grunnur bogadreginn til fleyglaga, jaðrar gróf-tvísagtennt til tennt, tennur tiltölulega hvassar, hvassydd til stuttoddregin, neðraborð lítt eða dálítið dúnhærð einkum eftir aðalæðastrengnum og í vikjum æðastrenganna, oft með kvoðukirtla á strjálingi. Blómin eru einkynja (hvert einstakt blóm er annað hvort karlkyns eða kvenkyns en bæði kynin er að finna á sömu plöntunni. Vindfrævun. Þroskaðir kvenreklar uppréttir til næstum hangandi, sívalir 2-5 × 0,5-1 sm, með fræ á stangli á haustin, hreistur randhærð, flipar skiptast um miðju, næstum jafnlangir mjög útstæðir, hnotir með vængi, sem eru jafn breiðir til dálítið mjórri en fræið, breiðastur um miðju, nær ekki upp fyrir fræið.
Þessi tegund er náskyld næfurbjörk (B. papyrifera) og er ef til vill ekki annað en undirtegund þeirrar tegundar.
Myndar auðveldlega blendinga með öðrum tegundum ættkvíslarinnar (Betula). |
|
|
|
Heimkynni |
|
Norðvestur N-Ameríka – Alaska. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Þrífst best í framræstum leirkenndum, fremur rökum jarðvegi. Þolir rakan jarðveg sem og magran og þungan. Nokkuð vindþolin. Sýrustig skiptir ekki máli. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
Tréð er mjög viðkvæmt fyrir hunangssvepp. |
|
|
|
Harka |
|
2 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1, http://www.pfaf.org |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning, sumargræðlingar |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Sem stakstæð tré, í þyrpingar, í raðir. |
|
|
|
Reynsla |
|
Vex vel t. d. í Kjarnaskógi og hefur náð þar 4-6 m hæð, einnig talið að nokkur gömul tré séu í Gróðrastöðinni gömlu á Akureyri og í Ránargötu 3 (af fræi safnað af Jóni Rögnvaldssyni, sem fór oftar en einu sinni vestur um haf á árum áður) - þarf að skoða betur! |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|