Jónas Hallgrímsson - Úr ljóđinu Dalvísa
Fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
flóatetur! fífusund!
fífilbrekka! smáragrund!
yður hjá ég alla stund
uni best í sæld og þrautum;
fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
Sagina saginoides
Ćttkvísl   Sagina
     
Nafn   saginoides
     
Höfundur   (L.) Karsten, Deutsche Fl.: 539. 1882.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Langkrćkill
     
Ćtt   Caryophyllaceae (Hjartagrasaćtt)
     
Samheiti   Sagina linnaei C. Presl Sagina macrocarpa (Reichenb.) J. Mal'y Sagina saxatilis Wimmer, Fl. Schlesien: 75. 1840. Spergella saginoides (L.) Reichenb. Spergula micrantha Bunge in Ledeb., Fl. Altaica 2: 183. 1830. Spergula saginoides L.
     
Lífsform   Fjölćr jurt
     
Kjörlendi   Vex í grónum bollum og gilbrekkum, á eyrum og í flögum, gjarnan í leirbornum jarđvegi.
     
Blómlitur   Hvítur
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hćđ   0.03-0.08 m
     
 
Langkrćkill
Vaxtarlag   Ljósgrćn og hárlaus jurt sem vex í ţéttum og flötum ţúfum, 3-8 sm á hćđ. Stönglar grćnir, lćpulegir, grannir, gjarnan jarđlćgir og rótskeyttir en uppsveigđir til enda.
     
Lýsing   Blöđingagnstćđ og í stofnhvirfingu, strik- eđa allaga, 4-10 mm á lengd og innan viđ 1 mm á breidd, međ stuttum, gagnsćjum broddi. Blómin hvít, 4-5 mm í ţvermál, oftast fimmdeild (stöku sinnum eru blómin međ fjórum krónublöđum), blómleggir ávallt miklu lengri en efstu stöngulliđir og er plantan auđţekkt á ţví. Blóm drúpa fyrir blómgun en réttast síđan upp. Krónublöđin íviđ styttri eđa jafnlöng bikarblöđunum og opnast blómin ađeins í sólskini. Bikarblöđ snubbótt og himnurend. Frćflar 10. Frćvan međ fjórum til fimm stílum. Hýđiđ egglaga, fimmtennt. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Skammkrćkill & broddkrćkill. Langkrćkill auđţekktur frá skammkrćkli á fimmdeildum blómum sem breiđast ađeins út í sólskini og ţar ađ auki má benda á ađ bikarblöđin lykja ţétt ađ aldininu ţegar ţađ er ţroskađ og blómleggir eru oftast töluvert lengri. Broddkrćkill (Sagina subulata) líkist langkrćkli, en ţekkist á ţví ađ blöđin enda í mun lengri broddi (-1/2 mm), auk ţess sem hann er meira eđa minna kirtilhćrđur.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Nytjar  
     
     
Útbreiđsla   Algengur, einkum norđanlands og á miđhálendinu. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Kanada, Kína, Japan, Grćnland, Mexíkó, Marokkó, Rússland, Viet Nam, N Ameríka.
     
Langkrćkill
Langkrćkill
Langkrćkill
Langkrćkill
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: bjorgvin@akureyri.is