Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr
Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns
Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar
Og rætur þeirra
verða alltaf mínar
|
Ættkvísl |
|
Sagina |
|
|
|
Nafn |
|
saginoides |
|
|
|
Höfundur |
|
(L.) Karsten, Deutsche Fl.: 539. 1882. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Langkrækill |
|
|
|
Ætt |
|
Caryophyllaceae (Hjartagrasaætt) |
|
|
|
Samheiti |
|
Sagina linnaei C. Presl
Sagina macrocarpa (Reichenb.) J. Mal'y
Sagina saxatilis Wimmer, Fl. Schlesien: 75. 1840.
Spergella saginoides (L.) Reichenb.
Spergula micrantha Bunge in Ledeb., Fl. Altaica 2: 183. 1830.
Spergula saginoides L. |
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Vex í grónum bollum og gilbrekkum, á eyrum og í flögum, gjarnan í leirbornum jarðvegi. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hvítur |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júní-júlí |
|
|
|
Hæð |
|
0.03-0.08 m |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Ljósgræn og hárlaus jurt sem vex í þéttum og flötum þúfum, 3-8 sm á hæð. Stönglar grænir, læpulegir, grannir, gjarnan jarðlægir og rótskeyttir en uppsveigðir til enda. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blöðingagnstæð og í stofnhvirfingu, strik- eða allaga, 4-10 mm á lengd og innan við 1 mm á breidd, með stuttum, gagnsæjum broddi.
Blómin hvít, 4-5 mm í þvermál, oftast fimmdeild (stöku sinnum eru blómin með fjórum krónublöðum), blómleggir ávallt miklu lengri en efstu stöngulliðir og er plantan auðþekkt á því. Blóm drúpa fyrir blómgun en réttast síðan upp. Krónublöðin ívið styttri eða jafnlöng bikarblöðunum og opnast blómin aðeins í sólskini. Bikarblöð snubbótt og himnurend. Fræflar 10. Frævan með fjórum til fimm stílum. Hýðið egglaga, fimmtennt. Blómgast í júní-júlí.
LÍK/LÍKAR: Skammkrækill & broddkrækill. Langkrækill auðþekktur frá skammkrækli á fimmdeildum blómum sem breiðast aðeins út í sólskini og þar að auki má benda á að bikarblöðin lykja þétt að aldininu þegar það er þroskað og blómleggir eru oftast töluvert lengri.
Broddkrækill (Sagina subulata) líkist langkrækli, en þekkist á því að blöðin enda í mun lengri broddi (-1/2 mm), auk þess sem hann er meira eða minna kirtilhærður. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
1,2,3,9, HKr |
|
|
|
Reynsla |
|
|
|
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
Algengur, einkum norðanlands og á miðhálendinu.
Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Kanada, Kína, Japan, Grænland, Mexíkó, Marokkó, Rússland, Viet Nam, N Ameríka. |
|
|
|
|
|