Páll Ólafsson, Ljóđiđ Vetrarkveđja
Margt er gott að muna þér
þó mér þú fyndist langur.
Farðu vel, þú færðir mér
fögnuð bæði og angur.

Þó að nísti frostið fast
og fölni grænir hagar
eftir þetta kuldakast
koma betri dagar.
Saxifraga aizoides
Ćttkvísl   Saxifraga
     
Nafn   aizoides
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl. : 403 (1753)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Gullsteinbrjótur
     
Ćtt   Saxifragaceae (Steinbrjótsćtt)
     
Samheiti   Saxifraga atrorubens Bertol.
     
Lífsform   Fjölćr jurt
     
Kjörlendi   Vex á melum, á áreyrum, í skriđum og klettabeltum.
     
Blómlitur   Gulur - međ rauđum dröfnum
     
Blómgunartími   Júlí
     
Hćđ   0.05-0.15 m
     
 
Gullsteinbrjótur
Vaxtarlag   Jarđlćgir stönglar eru međ blómfáum, uppsveigđum greinum, ógreindir upp ađ blómskipan, 5-15 sm á hćđ. Mynda oft ţétta brúska. Blöđin ţéttust á blađsprotunum og neđst á stönglum.
     
Lýsing   Blöđin ljósgrćn, ţykk og safamikil, stakstćđ á stönglum, heilrend, striklaga eđa lensulaga, broddydd, hárlaus eđa međ grófum en strjálum randhárum, 8-18 mm á lengd og 1,5-3 mm á breidd. Nćrri broddinum er lítil gróp fyrir útrennslisvatn. Blómin eru fimmdeild, stilklöng, nokkur saman í skúfum á greinaendum, hvert blóm 10-15 mm í ţvermál. Krónublöđin fremur mjó, ljósgul eđa heiđgul međ litlum, rauđum dröfnum. Bikarblöđin breiđoddbaugótt, upprétt og styttri en krónublöđin. Frćflar 10, frćvan klofin í tvennt ađ ofan. Bikarflipar langegglaga. Hýđiđ álíka langt og bikarfliparnir. Blómgast í júlí. LÍK/LÍKAR: Engar.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Víđa á Austurlandi (frá Skeiđará norđur ađ Langanesströndum) en afar sjaldséđ eđa ófundin í öđrum landshlutum. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Kanada, Evrópa, Grćnland, Mexíkó, Svalbarđi, Jan Mayen, Ukraina og N Ameríka.
     
Gullsteinbrjótur
Gullsteinbrjótur
Gullsteinbrjótur
Gullsteinbrjótur
Gullsteinbrjótur
Gullsteinbrjótur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is