Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Saxifraga hirculus
Ćttkvísl   Saxifraga
     
Nafn   hirculus
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl. : 402 (1753)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Gullbrá
     
Ćtt   Saxifragaceae (Steinbrjótsćtt)
     
Samheiti   Saxifraga autumnalis L.
     
Lífsform   Fjölćr jurt
     
Kjörlendi   Vex í mýrum og rökum gróđurteygingum til fjalla, í vćtu á grónum áreyrum og í rökum flögum og klettum ef raki er nćgur. Algeng eđa nokkuđ algeng víđast hvar en ţó sjaldséđ eđa ófundin á Vestfjörđum. Ţótt gullbrá finnist víđa á láglendi, einkum á móbergssvćđinu á Suđurlandi, ţá er hún fyrst og fremst ein af einkennistegundum hálendisins, ţar sem hún myndar víđa gular breiđur ţar sem raki er nćgur.
     
Blómlitur   Gulur - oftast međ rauđum dröfnum
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hćđ   0.06-0.12 m
     
 
Gullbrá
Vaxtarlag   Stönglar uppréttir eđa uppsveigđir, blöđóttir, brúnlođnir einkum neđan til, yfirleitt ógreindir, 6-12 sm á hćđ.
     
Lýsing   Blöđin lensulaga, heilrend, hárlaus, snubbótt og gisrandhćrđ. Blađkan 1-2 sm á lengd, og 2-4 mm á breidd. Efri stöngulblöđin stilklaus en stofnblöđin og neđstu stöngulblöđin stilkuđ. Blađstilkar uppréttir, ullhćrđir og rauđleitir. Blómin hlutfallslega stór, fimmdeild, yfirleitt eitt til tvö endastćđ blóm á hverjum stöngli, hvert um 2-3 sm í ţvermál. Krónublöđin fremur mjó, mun lengri en bikarblöđin, gul međ rauđum dröfnum neđan til. Bikarblöđin niđursveigđ, grćn og langrákótt. Tíu frćflar og ein frćva, tvískipt í toppinn. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Engar. Hefur mun stćrri blóm en ađrir gulir steinbrjótar. Ţekkist frá murum og sóleyjum á litlum, heilrendum laufblöđum.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Víđa um land, einkum á hálendinu. Ófundin á vestur- og norđurhluta Vestfjarđa, Reykjanesskaga og afar sjaldséđ í útsveitum á Norđurlandi. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, V Himalaja, Tíbet, Kína, Rússland, Kanada, N Ameríka
     
Gullbrá
Gullbrá
Gullbrá
Gullbrá
Gullbrá
Gullbrá
Gullbrá
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is