Jón Helgason - úr ljóðinu Á Rauðsgili Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.
|
Ættkvísl |
|
Saxifraga |
|
|
|
Nafn |
|
hypnoides |
|
|
|
Höfundur |
|
Linnaeus, Sp. Pl. 405 (1753) |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Mosasteinbrjótur |
|
|
|
Ætt |
|
Saxifragaceae (Steinbrjótsætt) |
|
|
|
Samheiti |
|
Saxifraga decipiens subsp. hypnoides L. |
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Vex í grýttu landi s.s. skriðum, giljum, áreyrum og urðum, einkum þar sem rakt er. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hvítur - dekkrí æðar |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júní-júlí |
|
|
|
Hæð |
|
0.10-0.15 m |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Langir, skriðulir, blaðsprotar og upp úr þeim vaxa síðan gisblöðóttir blómstönglar, 10-15 sm á hæð. Stönglar grannir og kirtilhærðir. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blöð við grunn um 1 sm á lengd, niðurmjó en frambreið með þremur til fimm, sjaldnar 7 broddyddum tönnum. Stöngul- og blaðsprotablöð stakstæð, oftast heilrend og nær striklaga.
Blómin hvít með dekkri æðum, standa eitt eða fleiri á hverjum stöngli, 1,5-2 sm í þvermál. Krónublöðin, öfugegglaga, um þrisvar sinnum lengri en bikarblöðin. Fræflarnir 10. Frævan klofin í toppinn með tveim stílum. Aldin hýði. Blómgast í júní-júlí.
LÍK/LÍKAR: Þúfusteinbrjótur. Mosasteinbrjótur auðþekktur á löngum, gis¬blöðóttum blaðsprotum auk þess sem hann er allur stærri og með stærri blóm. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
1,2,3,9, HKr |
|
|
|
Reynsla |
|
|
|
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
Algengur eða víða um land allt, ekki síst til fjalla.
Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Skandinavía, Frakkland, Þýskaland, Írland, Spánn, Stóra Bretland. |
|
|
|
|
|