Jón Helgason - úr ljóðinu Á Rauðsgili
Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.


Saxifraga hypnoides
Ættkvísl   Saxifraga
     
Nafn   hypnoides
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl. 405 (1753)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Mosasteinbrjótur
     
Ætt   Saxifragaceae (Steinbrjótsætt)
     
Samheiti   Saxifraga decipiens subsp. hypnoides L.
     
Lífsform   Fjölær jurt
     
Kjörlendi   Vex í grýttu landi s.s. skriðum, giljum, áreyrum og urðum, einkum þar sem rakt er.
     
Blómlitur   Hvítur - dekkrí æðar
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hæð   0.10-0.15 m
     
 
Mosasteinbrjótur
Vaxtarlag   Langir, skriðulir, blaðsprotar og upp úr þeim vaxa síðan gisblöðóttir blómstönglar, 10-15 sm á hæð. Stönglar grannir og kirtilhærðir.
     
Lýsing   Blöð við grunn um 1 sm á lengd, niðurmjó en frambreið með þremur til fimm, sjaldnar 7 broddyddum tönnum. Stöngul- og blaðsprotablöð stakstæð, oftast heilrend og nær striklaga. Blómin hvít með dekkri æðum, standa eitt eða fleiri á hverjum stöngli, 1,5-2 sm í þvermál. Krónublöðin, öfugegglaga, um þrisvar sinnum lengri en bikarblöðin. Fræflarnir 10. Frævan klofin í toppinn með tveim stílum. Aldin hýði. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Þúfusteinbrjótur. Mosasteinbrjótur auðþekktur á löngum, gis¬blöðóttum blaðsprotum auk þess sem hann er allur stærri og með stærri blóm.
     
Jarðvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiðsla   Algengur eða víða um land allt, ekki síst til fjalla. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Skandinavía, Frakkland, Þýskaland, Írland, Spánn, Stóra Bretland.
     
Mosasteinbrjótur
Mosasteinbrjótur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is