Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Saxifraga paniculata
Ćttkvísl   Saxifraga
     
Nafn   paniculata
     
Höfundur   Mill., Gard. Dict. ed. 8, no. 3. 1768.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Bergsteinbrjótur
     
Ćtt   Saxifragaceae (Steinbrjótsćtt)
     
Samheiti   Saxifraga aizoon Jacq. Saxifraga maculata Schrank Saxifraga pyramidalis Salisb.
     
Lífsform   Fjölćr jurt
     
Kjörlendi   Vex í klettaskorum, gljúfurveggjum, og hamrabeltum á nokkrum stöđum hérlendis, ađallega á austurlandi.. Sjaldgćf og friđuđ tegund.
     
Blómlitur   Hvítur - rauđar dröfnur
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hćđ  
     
 
Bergsteinbrjótur
Vaxtarlag   Bergsteinbrjótur er eins og smćkkuđ útgáfa af klettafrú, allur minni og bikarinn lítiđ sem ekkert kirtilhćrđur. Ekki auđgreindur frá klettafrú nema í blóma ţar sem blađhvirfingar eru afar líkar. Stönglar kirtilhćrđir međ stakstćđum, u.ţ.b. 5 mm löngum blöđum, hćđ 10-20 sm.
     
Lýsing   Stofnblöđin sígrćn, ţétt saman í reglulegum hvirfingum, tungulaga, 7-15 mm á lengd og um 5 mm á breidd, smátennt međ hvítar kalkútfellingar í tönnunum. Blómfáir, stuttir klasar efst á stöngli. Blómin fimmdeild, hvít og rauđdröfnótt um 1 sm í ţvermál. Krónublöđin öfugegglaga, venjulega hárlaus og snubbótt. Bikarinn stuttur. Frćflar 10 og ein klofin frćva. Aldin hýđi međ mörgum frćjum. Blómgast í júní - júlí. LÍK/LÍKAR: Klettafrú. Bergsteinbrjóturinn hefur svipađar en minni blađhvirfingar en miklu fćrri og smćrri blómklasa.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Sjaldgćfur, ađallega norđantil á Austfjörđum. Hefur einnig fundist á nokkrum stöđum á Vesturlandi, Vestfjörđum og vestanverđu Norđurlandi. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Norđurhvel (t.d. Kanada - Mt. Mansfield, Vermont; Quebec to Labrador, vestur ađ Lake Superior og Manitoba. Arktísk og fjöll Evrópu, fjöll M Asíu - Kína.
     
Bergsteinbrjótur
Bergsteinbrjótur
Bergsteinbrjótur
Bergsteinbrjótur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is