Halldór Kiljan Laxness - Heimsljós "Fegursta blómið, það lifir í huldum stað, fæstir fá nokkurntíma að sjá það, mörgum sést yfir það, nokkrir kunna ekki skil á gildi þess, þeir sem uppgötva það munu ekki sjá annað blóm síðan. Allan daginn hugsar maður um það. Þegar maður sefur dreymir mann það. Maður deyr með nafn þess á vörum."
|
Spergula arvensis ssp. sativa
Ættkvísl |
|
Spergula |
|
|
|
Nafn |
|
arvensis |
|
|
|
Höfundur |
|
Linnaeus |
|
|
|
Ssp./var |
|
ssp. sativa |
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
(Boenn.) Celak., Prodr. Fl. Böhmen vol. 3, 492. 1875. |
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Skurfa |
|
|
|
Ætt |
|
Caryophyllaceae (Hjartagrasaætt) |
|
|
|
Samheiti |
|
Spergula sativa Boenn.
Spergula arvensis var. sativa (Boenn.) Mert. & W. D. J. Koch |
|
|
|
Lífsform |
|
Einær jurt |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Vex í sendinni, grýttri jörð oft í flögum og ýmis konar röskuðu landi, oft við bæi. Algeng um sunnan- og suðvestanvert landið en sjaldgæf annars staðar. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hvítur |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júlí-sept. |
|
|
|
Hæð |
|
0.10-0.25 m |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Einær jurt. Stönglar greinóttir, kirtilhærðir, uppréttir eða skástæðir, 5-25 sm á hæð. Plantan sýnist öll slímug vegna þéttra kirtilhára. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blöðin gulgræn, kransstæð, þráðmjó, 1-4 sm á lengd, oftast 6-8 saman í kransi, stundum fleiri.
Blómin hvít, mörg saman í skúfum á greinaendum, langleggjuð, fimmdeild, 4-6 mm í þvermál, upprétt í fyrstu en drúpa eftir blómgun. Krónublöðin snubbótt, aðeins lengri en bikarblöðin. Bikarblöðin með mjóum himnufaldi, græn eða rauðmenguð. Fræflar 5 eða 10. Ein fræva með 5 stílum. Aldin 5 tennt, gljáandi hýði. Fræin tvíkúpt og nöbbótt með mjóum himnufaldi. Blómgast í júlí og er í blóma langt fram á haust.
LÍK/LÍKAR: Flæðaskurfa (Spergularia marina) er mjög sjaldgæf tegund og nokkuð áþekk skurfu. Flæðaskurfan er mun smærri og hefur aðeins þrjá stíla á frævunni. Vex einnig aðallega í fjörum og á sjávarleirum. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
1,2,3,9, HKr |
|
|
|
Reynsla |
|
"Skurfa mun vera ævagömul nytjaplanta. Hún þótti góð fóðurplanta, einkum fyrir kýr, og fræ af henni voru brúkuð til manneldis. Plantan er nærandi en uppskeran er mjög lítil." (Ág.H.) |
|
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
Algeng á Suðvesturlandi frá Hvammsfirði að Mýrdal, einnig víða frá Öræfum norður í Reyðarfjörð. Annars staðar sjaldgæfur slæðingur.
Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Arktísk, Evrópa, N & S Ameríka, Grænland, Ástralía og Nýja Sjáland, S Afría, Asía ov. |
|
|
|
|
|