Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Trientalis europaea
Ćttkvísl   Trientalis
     
Nafn   europaea
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl. : 344 (1753)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Sjöstjarna, (Fagurblóm)
     
Ćtt   Primulaceae (Maríulykilsćtt)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt
     
Kjörlendi   Vex í skóg-, kjarr-, mó- og graslendi. Nokkuđ algeng á austanverđu landinu en sjaldgćf annars stađar.
     
Blómlitur   Hvítur
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst
     
Hćđ   0.05-0.12 m
     
 
Sjöstjarna, (Fagurblóm)
Vaxtarlag   Stönglar, grannir, uppréttir, ógreindir, blöđóttir og međ örsmáum hreisturblöđum neđan viđ topphvirfingu, 5-12 sm á hćđ.
     
Lýsing   Blöđin í topphvirfingu ofarlega á stönglinum, 5-7 saman, dálítiđ misstór, oddbaugótt eđa öfugegglaga, nćr stilklaus, ţunn og hárlaus, 2-3 sm á lengd, 8-13 mm breiđ. Ađeins örsmá hreisturblöđ (lágblöđ) neđar á stönglinum. Blóm hvít eđa ofurlítiđ bleikleit, yfirleitt endastćđ, oftast eitt en stundum tvö til ţrjú saman á fíngerđum, löngum blómleggjum. Krónublöđin sjö, 1-1,8 sm í ţvermál, odddregin, međ gulum hring neđst. Bikarblöđin lensulaga, oddmjó, 4-5 mm á lengd. Frćflar oftast sjö, međ gulum frjóhirslum og ein frćva međ löngum stíl. Blómgast í júlí-ágúst. LÍK/LÍKAR: Engar. Auđţekkt á topphvirfingu blađa sem er fremur fáttítt fyrirbćri á norđurhveli jarđar en ţannig nýta blöđin sólargeisla betur en ella. Einnig má benda á krónublöđin sjö sem einnig er fremur fátítt.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla   "Áđur voru blóm og blöđ marin og strokiđ um hvarma til ţess ađ lćkna ýmsa augnkvilla. Seyđi af rótinni var fyrrum notađ til ţess ađ koma af stađ uppsölu. Einnig nefnd fagurblóm." (Ág.H.)
     
     
Útbreiđsla   Allalgeng á Austurlandi frá Vopnafirđi suđur í Örćfi. Annars stađar ađeins fundin á einum stađ í Öxarfirđi og ţrem á Suđurlandi. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Norđurhvel (N Ameríka, Evrópa, Asía, Grćnland)
     
Sjöstjarna, (Fagurblóm)
Sjöstjarna, (Fagurblóm)
Sjöstjarna, (Fagurblóm)
Sjöstjarna, (Fagurblóm)
Sjöstjarna, (Fagurblóm)
Sjöstjarna, (Fagurblóm)
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is