Hulda - Úr ljóðinu Sorg Þar sem blóm í laufalautum
ljúfu máli saman tala,
sem að ást og angur skilja, ?
blágresi og burknar grannir,
brönugrös og músareyra,
ljósberi og lækjarstjarna,
litlar fjólur, æruprísar,
gullmura og gleym-mér-eigi, ?
vildi ég mega minnast þín.
|
Ættkvísl |
|
Triglochin |
|
|
|
Nafn |
|
palustris |
|
|
|
Höfundur |
|
Linnaeus, Sp. Pl. 1: 338. 1753 |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Mýrasauðlaukur |
|
|
|
Ætt |
|
Juncaginaceae (Sauðlauksætt) |
|
|
|
Samheiti |
|
Triglochin himalensis Royle |
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær grasleit jurt |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Vex í votlendi, oft í rökum sandi, leirflögum eða í mýrlendi. Algengur um land allt. |
|
|
|
Blómlitur |
|
|
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júní |
|
|
|
Hæð |
|
0.10 - 0.25 m |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Uppréttir, grannir, fáblöðóttir stönglar, 1-1,5 mm í þvermál, 10-25 sm á hæð. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blöðin hálfsívöl eða striklaga, græn eða rauðmenguð, með sérkennilegu bragði.
Blómin mjög lítil, stuttstilkuð, í 3-10 sm löngum, gisnum klasa á stöngulendum, sem síðan lengist við aldinþroska. Blómhlífin einföld, græn í tveimur þríblaða krönsum. Blómhlífarblöðin fjólubláleit með grænleitum miðstreng, snubbótt. Fræflar sex, nær stilklausir. Ein fræva með hárkenndum frænum í toppinn. Aldin þrídeild klofaldin, aflöng og niðurmjó, 8-9 mm á lengd og 1,5 mm á breidd, aldinleggir aðlægir. Blómgast í júní.
LÍK/LÍKAR: Strandsauðlaukur. Mýrasauðlaukur er mun fíngerðari jurt, aldinin aflengri og aldinleggirnir aðlægir. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=5&taxon_id=222000442; http://www.pfaf.org/database/plants.php?Triglochin+palustris |
|
|
|
Reynsla |
|
|
|
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Asía, N Afríka og N Ameríka. |
|
|
|
|
|