Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Viola epipsila
Ættkvísl   Viola
     
Nafn   epipsila
     
Höfundur   Ledeb., Index Sem. Horti Dorpat. : 5 (1820)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Birkifjóla (Kjarrfjóla)
     
Ætt   Violaceae (Fjóluætt)
     
Samheiti   Viola suecica Fries
     
Lífsform   Fjölær jurt
     
Kjörlendi   Vex í deiglendi á grösugum völlum, grasmóum og kjarrlendi.
     
Blómlitur   Ljósfjólublár
     
Blómgunartími   Maí-júní
     
Hæð   0.04-0.15 m
     
 
Birkifjóla (Kjarrfjóla)
Vaxtarlag   Stönglar jarðlægir og uppfrá þeim vaxa blóm og blöð, 4-10 (-15) sm á hæð.
     
Lýsing   Laufin stilklöng, oftast gishærð á neðra borði eða báðum megin. Blaðkan grunnbogtennt, breiðhjartalaga. Blómin lútandi, ljósfjólublá, oft með áberandi dökkum æðum, sporinn samlitur krónunni. Krónan einsamhverf. Bikarblöðin snubbótt, græn, með ljósum himnufaldi. Ein fræva og fimm rauðbrúnir fræflar. Aldinið þrístrent hýði sem klofnar í þrjá geira við þroskun. Örsmá forblöð ofarlega á blómstönglinum. Blómgast í maí-júní. LÍK/LÍKAR: Birkifjóla er mjög lík mýrfjólu. Auðgreindar hvor frá annarri á því að tvö forblöð á blómstilk eru fyrir ofan miðju stönguls birkifjólunnar og blöð hennar eru hjartalaga og gishærð á neðra borði.
     
Jarðvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiðsla   Fremur sjaldgæf en er þó allvíða á landræna svæðinu á austanverðu Norðurland og á Héraði. Ófundin utan þess. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Kanada, Skandinavía, Þýskaland, Mexíkó, Pólland, Rúmenía, N Ameríka.
     
Birkifjóla (Kjarrfjóla)
Birkifjóla (Kjarrfjóla)
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is