Halldór Kiljan Laxness - Heimsljós "Fegursta blómið, það lifir í huldum stað, fæstir fá nokkurntíma að sjá það, mörgum sést yfir það, nokkrir kunna ekki skil á gildi þess, þeir sem uppgötva það munu ekki sjá annað blóm síðan. Allan daginn hugsar maður um það. Þegar maður sefur dreymir mann það. Maður deyr með nafn þess á vörum."
|
Ættkvísl |
|
Oxycoccus |
|
|
|
Nafn |
|
microcarpus |
|
|
|
Höfundur |
|
Turcz. ex Rupr., Beitr. Pflanzenk. Russ. Reiches 4 : 56 (1845) |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Mýrberjalyng |
|
|
|
Ætt |
|
Ericaceae (Lyngætt) |
|
|
|
Samheiti |
|
Vaccinium microcarpum (Turcz. ex Rupr.) Hook.f.
Vaccinium oxycoccos subsp. microcarpum (Turcz. ex Rupr.) A.Blytt
Vaccinium oxycoccos subsp. microcarpum (Turcz. ex Rupr.) Kitam. |
|
|
|
Lífsform |
|
Dvergrunni, sígrænn |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Vex í mýrum, oftast innan um mosa og þá helst í hvítmosaþembum. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Rauður |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júní-júlí |
|
|
|
Hæð |
|
0.10-0.20 m |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Sígrænn smárunni. Jarðlægir mjóir, hárlausir stönglar sem eru gjarnan uppsveigðir í endann. Lengd blaðsprota oft 10-20 (-30) sm og jafnvel meir. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blöðin þykk, gljáandi, sígræn, stakstæð, gisstæð, mjóhjartalaga eða langegglaga, stuttstilkuð. Blaðjaðrar niðurorpnir, blöð 3-4 mm á lengd og 1,5-2 mm á breidd, með áberandi miðrifi, dökkgræn eða rauðleit á efra borði en ljósgræn á neðra borði.
Blómin fjórdeild, drúpandi, 6-7 mm í þvermál, hvert á 1-1,5 sm löngum rauðbrúnum legg með tveim örsmáum forblöðum sem standa mishátt á miðjum legg.
Bikarblöðin og krónublöð rauð. Krónublöð um 4mm á lengd. Krónan fagurrauð, djúpklofin, krónuflipar 4-5 mm á lengd, aftursveigðir. Bikarinn grunnskertur, dökkrauður. Fræflar standa út úr blóminu, átta í knippi, knappleggirnir hærðir, dökkbrúnir, frjóhirslur aflangar, ljósbrúnar. Ein fræva, stíllinn rauður og langur. Aldinið súrt, rautt ber, 5-7 mm í þvermál, og stendur stíllinn upp úr því. Blómgast í júní-júlí. 2n=24.
LÍK/LÍKAR: Óblómgaðir blaðsprotar minna á gisblöðótt krækilyng. Mýraberjalyng er með hlutfallslega breiðari blöð, blaðrendurnar ná aldrei saman á neðra borði, eins og á krækilyngi. Auðþekkt í blóma og/eða með berjum. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
1,2,3,9, HKr |
|
|
|
Reynsla |
|
|
|
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
Allvíða á svæðinu frá Skagafirði austur í Mývatnssveit, og einnig á Fljótsdalshéraði og nyrst á Austfjörðum. Annars staðar sjaldgæft.
Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Rússland, Kanada, Noregur, Pólland, Svíþjóð, Siviss, N Ameríka. |
|
|
|
|
|