Málsháttur
Mjór er mikils vísir.
Valeriana officinalis
Ættkvísl   Valeriana
     
Nafn   officinalis
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl. : 31 (1753)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Garðabrúða
     
Ætt   Valerianaceae (Garðabrúðætt)
     
Samheiti   Valeriana baltica Pleijel Valeriana exaltata J.C.Mikan in Pohl, Tent. Fl. Bohem. 1 : 41 (1809) Valeriana palustris Kreyer Valeriana officinalis subsp. baltica (Pleijel) A Valeriana officinalis subsp. exaltata (J.C.Mikan) Soó Valeriana pleijelii Kreyer Valeriana turuchanica Kreyer
     
Lífsform   Fjölær jurt
     
Kjörlendi   Vex í blómlendi, kjarrlendi og bollum. Fremur sjaldgæf villt, en finnst á nokkrum stöðum um sunnanvert landið, sjaldgæf annars staðar. Var og er mikið ræktuð í görðum og hefur slæðst þaðan.
     
Blómlitur   Ljósrauður-holdlit
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst
     
Hæð   0.30-0.80 m
     
 
Garðabrúða
Vaxtarlag   Allstórvaxin jurt sem vex upp af stuttum, oft renglóttum jarðstöngli. Uppréttir stinnir, gáróttir, yfirleitt ógreindir blómstönglar, 30-80 sm á hæð.
     
Lýsing   Blöðin allstór, stakfjöðruð. Bleðlar 6-9 hvoru megin, lensulaga eða egglensulaga, tenntir og smáhærðir. Neðstu blöðin stór og stilklöng en þau efri alveg stilklaus og fara minnkandi eftir því sem ofar dregur á stöngulinn. Blómin fimmdeild, mörg saman í sveip á enda stöngla, ljósrauð, holdlit eða nærri hvít. Krónan trektlaga, samblaða, með ávölum flipum og fremur grunnum skerðingum. Bikarblöðin odddregin, 2-3 mm á lengd, hærð, himnurend, rauðröndótt og oft tennt. Þrír fræflar og ein fræva með einum stíl og þrískiptu fræni í hverju blómi. Hnetan nærri egglaga, hærð eða hárlaus. Blómgast í júlí-ágúst. LÍK/LÍKAR: Hagabrúða (Valeriana sambucifolia) er náskyld garðabrúðu en smærri og laufblöðin með færri blaðpörum. Töluverður ágreiningur eru um aðgreiningu þessara tegunda.
     
Jarðvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla   "Þessi kunna lækningaplanta mun lítið sem ekkert hafa verið notuð hérlendis, vegna þess hve sjaldgæf hún er nema á takmörkuðu svæði. Hún er þvagaukandi, einkum ef vín er drukkið með henni og góð við verk í síðu. Rótin var brúkuð til að verjast farsóttum. Menn tóku ettir því að sjáöldur katta stækkuðu mikið, þegar þeir þefuðu af rótinni, og því var hún talin góð við augnsjúkdómum (augnarót). Þar sem lyktin hefur æsandi áhrif á ketti (kattarjurt), er það gömul hjátrú, að hún örvi líka ástir karla og kvenna. Plantan er ræktuð víða í Evrópu og úr henni unnið róandi lyf." (Ág.H.)
     
     
Útbreiðsla   Fremur sjaldgæf villt, en finnst á nokkrum stöðum um sunnanvert landið, sjaldgæf annars staðar. Var og er mikið ræktuð í görðum og hefur slæðst þaðan og orðin ílend. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evópa, Azerbaijan, Kanada, Japan, Mexíkó, Moldavía, Mongólia, Nýja Sjáland, Rússland, N Ameríka.
     
Garðabrúða
Garðabrúða
Garðabrúða
Garðabrúða
Garðabrúða
Garðabrúða
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is