Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Veronica anagallis-aquatica
Ćttkvísl   Veronica
     
Nafn   anagallis-aquatica
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl. : 12 (1753)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Laugadepla
     
Ćtt   Scrophulariaceae (Grímublómaćtt)
     
Samheiti   Veronica anagallidiformis Boreau Veronica anagallis auct. Veronica espadamae Pau Veronica lysimachioides Boiss. Veronica maresii Sennen Veronica minniana Merino Veronica reyesana Pau & Merino
     
Lífsform   Fjölćr jurt (eiginlega sígrćn)
     
Kjörlendi   Vex viđ laugar og í volgum lćkjum.
     
Blómlitur   Ljósfjólublár
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst
     
Hćđ   0.10-0.50 m
     
 
Laugadepla
Vaxtarlag   Jurt, 10-50 sm á hćđ. Stönglar oftast uppréttir og nćr ferstrendir. Fljóta stundum í vatni.
     
Lýsing   Laufblöđin gagnstćđ, stilklaus, nćr hárlaus, heilrend eđa međ örsmáum tannörđum, egglaga eđa breiđoddbaugótt, 2-8 sm á lengd. Blóm í gagnstćđum klösum úr blađöxlum. Klasarnir langir, gisblóma eru međ strjálum kirtilhárum, en annars eru stönglar og blöđ hárlaus. Blómleggir međ stuttum kirtilhárum, 3-6 mm á lengd. Blómin ljósfjólublá, 4-5 mm í ţvermál. Krónan međ fjórum misstórum krónublöđum. Bikarblöđin grćn, breiđoddbaugótt, 2-3 mm á lengd. Tveir frćflar. Ein frćva međ einum stíl, aldiniđ heldur styttra en bikarblöđin. Blómgast í júlí-ágúst. LÍK/LÍKAR: Auđgreind frá öđrum deplum á hárlausum og stórblöđóttum sprotum og gagnstćđum blómklösum.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   2,3,9, HKr
     
Reynsla   "Sé rótarduft af plöntunni tekiđ í nefiđ, styrkir ţađ höfuđ og sjón; seyđi af plöntunni hreinsar gömul og ill sár, eins og segir í gömlum ritum." (Ág.H.)
     
     
Útbreiđsla   Mjög sjaldgćf, ađeins viđ jarđhita á fáeinum stöđum, mest á Suđurlandi. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Argentína, Armenía, Ástralía, Evópa, Bólivía, Brasilía, Kanada, Chad, Chile, Kína, Honduras, Ísrael, Sikiley, Japan, Jórdan, Kenýa, Líbanon, Lesotho, Mexíkó, Nýja Sjáland, Perú, Azoreyjar, Saudi Arabía, Sýrland, Tanzania, Turkmenistan, N Ameríka.
     
Laugadepla
Laugadepla
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is