Jón Thoroddsen - Barmahlíð

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Vicia sepium
Ættkvísl   Vicia
     
Nafn   sepium
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl. : 737 (1753)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Giljaflækja
     
Ætt   Fabaceae (Ertublómaætt)
     
Samheiti   Wiggersia sepium (L.) P. Gaertn., B. Mey. & Scherb. Vicia sepium var. eriocalyx Celak. Vicia sepium var. montana W. D. J. Koch Vicia sepium var. sepium
     
Lífsform   Fjölær jurt
     
Kjörlendi   Graslendi og kjarr. Einkum í Mýrdal. Mjög sjaldgæf annars staðar.
     
Blómlitur   Ljósfjólublár
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst
     
Hæð   0.15-0.40 m
     
 
Giljaflækja
Vaxtarlag   Fjölær planta með granna, gárótta, stöngla, 15-40 sm á hæð.
     
Lýsing   Blöðin eru fjöðruð með 5-7 blaðpörum. Smáblöðin mjóegglaga, snubbótt í endann en þó broddydd, gis- og stutthærð. Endasmáblöðin eru ummynduð í vafþræði sem vefjast utan um greinar nágrannajurta. Blómin eru einsamhverf, í einhliða, leggstuttum, aðeins þriggja til fimm blóma klösum, svipuð að gerð og hjá umfeðmingi og álíka stór. Bikarinn gishærður, klukkulaga með 5 hvassyddum tönnum. Blómgast í júlí-ágúst. LÍK/LÍKAR: Líkist umfeðmingi. Einkenni giljaflæku eru þau að blöðin eru aðeins með 5-7 smáblaðpörum og axlablöðin eru stór. Blómin ljósari í blómfáum, legglausum eða stuttleggjuðum klösum. Auk þess eru smáblöðin snubbótt í endann með hárfínum broddi.
     
Jarðvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiðsla   Allvíða syðst á landinu, Vestmannaeyjum, undir Eyjafjöllum og í Mýrdal, annars staðar á nokkrum stöðum sem slæðingur. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Temp. Asía, Evrópa og víða ílend.
     
Giljaflækja
Giljaflækja
Giljaflækja
Giljaflækja
Giljaflækja
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is